Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og erlendar konur á Íslandi Margrét Steinarsdóttir skrifar 16. júní 2022 11:02 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun