Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. júní 2022 19:01 Ólafur K. S. Þorvaldz, gestgjafi í Ægisgarði, telur nýju lagabreytinguna aðeins fyrsta skrefið í átt að enn meira frelsi með verslun á áfengi. vísir/einar Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. Bjór og annað áfengi hefur aldrei mátt kaupa neins staðar á Íslandi nema í ríkinu. Það er að segja ef menn vilja taka það með sér heim og njóta þess þar. Næstu mánaðamót verður breyting á þessu en með lögum sem Alþingi samþykkti í gærkvöldi verður sala áfengis heimil frá framleiðslustað; öllum brugghúsum sem framleiða minna en 500 þúsund lítra á ári. Það gildir um öll smærri brugghús landsins nema Kalda eins og staðan er í dag. Eitt þeirra er úti á Granda, Ægisgarður, og þar eru menn himinlifandi með tíðindin. „Ég held það sé nú ekki hægt að segja annað en að við séum bara mjög ánægð með það að geta loksins farið að afgreiða vöruna beint frá okkur í staðinn fyrir að þurfa að senda alla sem koma inn og óska eftir öðru en bjór á dælu í ÁTVR,“ segir Ólafur S. K. Þorvaldz, gestgjafi í Ægisgarði. Bjór í Ægisgarði. Þessi er af dælu og hann taka menn ekki heim með sér í glasi. vísir/einar Og þetta gæti falið í sér verðlækkanir. Allavega ætlar Ólafur í Ægisgarði sér ekki að leggja þau 18 prósent sem ÁTVR leggur aukalega ofan á vörur sínar, eftir álagningu áfengisgjalds og virðisaukaskatts, ofan á þann bjór sem hann mun selja út úr húsi. Það er að segja - hér verður í kringum 18 prósenta verðlækkun á hans bjór ef hann er keyptur beint úr húsi. Hann veit svo ekki hvað önnur lítil brugghús ætla sér að gera. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir mjög lengi; að fá breytingar á lögunum þannig að við verðum í raun samkeppnishæfari,“ segir Ólafur. Allir sáttir við breytinguna Breið samstaða var um breytinguna á þingi. Allir þingmenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði með henni. Og margir telja þetta aðeins fyrsta skrefið. „Ég styð þetta mál og kalla eftir heildarendurskoðun á úr sér genginni og úr sér genginni íslenskri áfengislöggjöf,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, fyrir atkvæðagreiðslu um málið í gær og tók Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra síðar undir með honum. Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Hann vill sjá frekari afléttingar á einokunarsölu ríkisins með áfengi.vísir/vilhelm „Ég held að þetta sé fyrsta litla skrefið af vonandi mörgum. Næsta verður bara að opna á vefverslun og lækka áfengisgjöldin til smáframleiðenda,“ segir Ólafur. Því fleiri dagar til að skála í bjór því betra Stærsta breyting frá því að bjórbanninu var aflétt árið 1989 að sögn ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem lagði frumvarpið fyrst fram fyrir tveimur árum. Þann 1. júlí næstkomandi tekur stærsta breytingin á áfengislögum gildi frá því áður en ég var hugmynd (1989). Þá mega handverkbrugghús selja áfengi beint frá framleiðslustað. Frumvarpið lagði ég fyrst fram í byrjun árs 2020. Síðan þá hefur stuðningur vaxið og nú samþykkt.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) June 15, 2022 Og flokkssystir hennar, Hildur Sverrisdóttir, er sammála og kallaði eftir því í gær að halda sérstakan brugghúsdag hátíðlegan. „Ég ætla að leyfa mér að segja að ég held af þessu tilefni að 15. júní, eða jafnvel 16. júní eftir atvikum, verði haldinn hátíðlegur, eins og við höfum haldið upp á bjórdaginn frá fyrsta mars 1989, og kalla hann brugghúsdaginn!“ sagði Hildur á þingfundinum. Ólafur er þessu sammála en telur 1. júlí, daginn sem lögin taka gildi hentugri til að halda slíkan brugghúsdag hátíðlegan. „Ég held að ég sé alltaf til í að fá fleiri daga inn í árið þar sem fólk er að skála í bjór. Þannig það yrðu þá bjórdagurinn 1. mars og brugghúsdagurinn 1. júlí.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Bjór og annað áfengi hefur aldrei mátt kaupa neins staðar á Íslandi nema í ríkinu. Það er að segja ef menn vilja taka það með sér heim og njóta þess þar. Næstu mánaðamót verður breyting á þessu en með lögum sem Alþingi samþykkti í gærkvöldi verður sala áfengis heimil frá framleiðslustað; öllum brugghúsum sem framleiða minna en 500 þúsund lítra á ári. Það gildir um öll smærri brugghús landsins nema Kalda eins og staðan er í dag. Eitt þeirra er úti á Granda, Ægisgarður, og þar eru menn himinlifandi með tíðindin. „Ég held það sé nú ekki hægt að segja annað en að við séum bara mjög ánægð með það að geta loksins farið að afgreiða vöruna beint frá okkur í staðinn fyrir að þurfa að senda alla sem koma inn og óska eftir öðru en bjór á dælu í ÁTVR,“ segir Ólafur S. K. Þorvaldz, gestgjafi í Ægisgarði. Bjór í Ægisgarði. Þessi er af dælu og hann taka menn ekki heim með sér í glasi. vísir/einar Og þetta gæti falið í sér verðlækkanir. Allavega ætlar Ólafur í Ægisgarði sér ekki að leggja þau 18 prósent sem ÁTVR leggur aukalega ofan á vörur sínar, eftir álagningu áfengisgjalds og virðisaukaskatts, ofan á þann bjór sem hann mun selja út úr húsi. Það er að segja - hér verður í kringum 18 prósenta verðlækkun á hans bjór ef hann er keyptur beint úr húsi. Hann veit svo ekki hvað önnur lítil brugghús ætla sér að gera. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir mjög lengi; að fá breytingar á lögunum þannig að við verðum í raun samkeppnishæfari,“ segir Ólafur. Allir sáttir við breytinguna Breið samstaða var um breytinguna á þingi. Allir þingmenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði með henni. Og margir telja þetta aðeins fyrsta skrefið. „Ég styð þetta mál og kalla eftir heildarendurskoðun á úr sér genginni og úr sér genginni íslenskri áfengislöggjöf,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, fyrir atkvæðagreiðslu um málið í gær og tók Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra síðar undir með honum. Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Hann vill sjá frekari afléttingar á einokunarsölu ríkisins með áfengi.vísir/vilhelm „Ég held að þetta sé fyrsta litla skrefið af vonandi mörgum. Næsta verður bara að opna á vefverslun og lækka áfengisgjöldin til smáframleiðenda,“ segir Ólafur. Því fleiri dagar til að skála í bjór því betra Stærsta breyting frá því að bjórbanninu var aflétt árið 1989 að sögn ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem lagði frumvarpið fyrst fram fyrir tveimur árum. Þann 1. júlí næstkomandi tekur stærsta breytingin á áfengislögum gildi frá því áður en ég var hugmynd (1989). Þá mega handverkbrugghús selja áfengi beint frá framleiðslustað. Frumvarpið lagði ég fyrst fram í byrjun árs 2020. Síðan þá hefur stuðningur vaxið og nú samþykkt.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) June 15, 2022 Og flokkssystir hennar, Hildur Sverrisdóttir, er sammála og kallaði eftir því í gær að halda sérstakan brugghúsdag hátíðlegan. „Ég ætla að leyfa mér að segja að ég held af þessu tilefni að 15. júní, eða jafnvel 16. júní eftir atvikum, verði haldinn hátíðlegur, eins og við höfum haldið upp á bjórdaginn frá fyrsta mars 1989, og kalla hann brugghúsdaginn!“ sagði Hildur á þingfundinum. Ólafur er þessu sammála en telur 1. júlí, daginn sem lögin taka gildi hentugri til að halda slíkan brugghúsdag hátíðlegan. „Ég held að ég sé alltaf til í að fá fleiri daga inn í árið þar sem fólk er að skála í bjór. Þannig það yrðu þá bjórdagurinn 1. mars og brugghúsdagurinn 1. júlí.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira