Musk og fyrirtækjum hans stefnt vegna pýramídasvindls með rafmynt Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 20:16 Elon Musk er sakaður um að hafa staðið fyrir pýramídasvindli til að hagnast á rafmyntinni Dogecoin. Samsett/EPA/Getty Fjárfestir í rafmyntinni Dogecoin stefndi Elon Musk, rafbílaframleiðandanum Tesla og og geimferðafyrirtækinu SpaceX vegna meints pýramídasvindls með myntina í dag. Hann krefst 258 milljarða króna frá Musk og fyrirtækjum hans. Grundvöllur málsóknarinnar er að Musk og fyrirtækin tvö hafi framið fjársvik þegar þau hömpuðu Dogecoin opinberlega þannig að verðið rauk upp en létu það svo hrynja skömmu síðar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stefnandinn, Keith Johnson, sakar Musk og fyrirtækin sem hann stýrir um að hafa vitað fullvel að Dogecoin væri verðlaust árið 2019. Engu að síður hafi hann talað upp rafmyntina til þess að hagnast á henni. „Musk notfærði sér stall sinn sem ríkasti maður í heimi til að stýra og eiga við Dogecoin pýramídasvindl í hagnaðarskyni, fyrir athygli og sér til skemmtunar,“ segir í stefnunni. Johnson krefst skaðabóta upp á þrefalda þá 86 milljarða dollara sem Dogecoin hefur rýrnað í verðri frá því í maí 2021. Hann vill einnig að Musk og fyrirtækjum hans verði bannað að auglýsa Dogecoin og að dómari lýsi viðskipti með rafmyntina fjárhættuspil. Ekki liggur fyrir hvað sannanir Johnson og lögmenn hans ætla að leggja fram um að Musk hafi vitað að Dogecoin væri einskis virði og að hann hafi rekið pýramídasvindl. Í stefnunni er hins vegar vísað í ummæli manna eins og Warren Buffet og Bill Gates sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta. Tesla lýsti því yfir að fyrirtækið hefði keypt Dogecoin fyrir einn og hálfan milljarða dollara í febrúar í fyrra. Fyrirtækið tók rafmyntina stuttlega gilda sem greiðslu fyrir rafbíla. Rafmyntir Tesla SpaceX Tengdar fréttir Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Grundvöllur málsóknarinnar er að Musk og fyrirtækin tvö hafi framið fjársvik þegar þau hömpuðu Dogecoin opinberlega þannig að verðið rauk upp en létu það svo hrynja skömmu síðar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stefnandinn, Keith Johnson, sakar Musk og fyrirtækin sem hann stýrir um að hafa vitað fullvel að Dogecoin væri verðlaust árið 2019. Engu að síður hafi hann talað upp rafmyntina til þess að hagnast á henni. „Musk notfærði sér stall sinn sem ríkasti maður í heimi til að stýra og eiga við Dogecoin pýramídasvindl í hagnaðarskyni, fyrir athygli og sér til skemmtunar,“ segir í stefnunni. Johnson krefst skaðabóta upp á þrefalda þá 86 milljarða dollara sem Dogecoin hefur rýrnað í verðri frá því í maí 2021. Hann vill einnig að Musk og fyrirtækjum hans verði bannað að auglýsa Dogecoin og að dómari lýsi viðskipti með rafmyntina fjárhættuspil. Ekki liggur fyrir hvað sannanir Johnson og lögmenn hans ætla að leggja fram um að Musk hafi vitað að Dogecoin væri einskis virði og að hann hafi rekið pýramídasvindl. Í stefnunni er hins vegar vísað í ummæli manna eins og Warren Buffet og Bill Gates sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta. Tesla lýsti því yfir að fyrirtækið hefði keypt Dogecoin fyrir einn og hálfan milljarða dollara í febrúar í fyrra. Fyrirtækið tók rafmyntina stuttlega gilda sem greiðslu fyrir rafbíla.
Rafmyntir Tesla SpaceX Tengdar fréttir Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57