Sindri Kristinn: „Það er bara bannað og Villi veit það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2022 21:43 Sindri Kristinn var ekki ánægður með að fá ekki aukaspyrnu þegar Stjarnan skoraði sitt annað mark í leiknum. Vísir/Bára Dröfn Sindri Kristinn Ólafsson átti fínan leik í marki Keflavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann var ekki sáttur með að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi fengið að standa. „Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“ Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“
Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09