Fram kemur á vef Veðurstofunnar að veðurviðvaranirnar taki gildi klukkan 22 í kvöld á Suðurlandi og Suðausturlandi en klukkan 23 á Austfjörðum. Þá eru viðvaranirnar í gildi til klukkan tíu í fyrramálið á Suðurlandi en til klukkan 19 annað kvöld á Suðausturlandi og Austfjörðum.
Búast má við norðvestan 15-20 m/s, en hviður geta náð allt að 30 m/s undir fjöllum. Varað er við óþarfa ferðalögum.
Í dag má annars búast við norðlægri átt, 5-13 m/s og úrkomu einkum um landið norðan- og austanvert. Þá bætir í vind síðdegis, norðan- og norðvestanátt 10-18 m/s seint í kvöld, en 15-23 m/s suðaustan- og austanlands. Hiti á bilinu sex til sextán stig, hlýjast í Vestur-Skaftafellssýslu.
Þá er bjart með köflum á Suður- og Vesturlandi á morgun og hlýnar heldur, en svalt norðaustanlands og þar styttir ekki upp fyrr en seinnipartinn. Það fer að lægja vestantil á landinu eftir hádegi en ekki fyrr en annað kvöld austast.