„Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 12:35 Katrín Jakobsdóttir flutti ávarp á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins. Vísir/Friðrik Heimsfaraldur, stríð í Úkraínu og auðlindir Íslands voru meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði um í ávarpi sínu í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Dagurinn markar 78 ára afmæli íslenska ýðveldisins. „Fyrir réttu ári vorum við enn að kljást við heimsfaraldurinn. Í honum sýndu íslenskt samfélag og heilbrigðiskerfi styrk sinn og á ótrúlega skömmum tíma er samfélagið orðið aftur eins og Erilborg sem ég las um sem barn í bókinni Öll erum við önnum kafin í Erilborg,“ sagði Katrín í upphafi ræðu sinnar. Katrín sagði stefnu Íslands gagnvart varnarmálum skýra. Íslensk stjórnvöld standi afdráttarlaust við bakið á Úkraínu. „Þá er rætt um að Ísland endurskoði öryggis- og varnarmál sín og það er auðvitað viðvarandi verkefni stjórnvalda á hverjum tíma út frá aðstæðum í heiminum. Sú vinna er í gangi meðal annars í tengslum við nýtt hættumat og endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Fregna af hvoru tveggja er að vænta á síðari hluta þessa árs,“ sagði Katrín. „Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar. Orkumálin mikilvæg og stjórnmálamanna að tryggja árangur í loftslagsmálum Katrín sagði þá mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að hún héldi yfirráðum yfir orkuauðlindinni og ítrekaði að marka þurfi ramma utan um hvernig arðurinn af nýjum auðlindum er nýttur. „Orkuauðlindin og yfirráð yfir henni eru hluti af fullveldi okkar. Þar blasa við álitamál nú þegar við viljum tryggja orkuskipti til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Það er okkar stjórnmálamannanna að tryggja að þau umskipti þjóni því markmiði að tryggja lífsgæði og lífskjör þeirra sem hér búa samhliða því að ná árangri í loftslagsmálum,“ sagði Katrín. „Við þurfum líka að marka ramma um það hvernig arðurinn af orkuauðlindinni, ekki síst hinni nýju orkuauðlind sem er beislun vindorkunnar, renni til samfélagsins. Þar þarf að skrifa leikreglurnar nú þegar, því staðan er sú að einkaaðilar, innlendir og erlendir, hafa merkt sér svæði víða um land sem þeir telja ákjósanleg til nýtingar.“ Ísland standi áfram vörð um lýðræðið Hún sagði þá lýðræðið hafa átt undir högg að sækja og við mættum ekki sofa á verðinum. Á alþjóðavettvangi hafi Ísland stillt sér upp í það hlutverk að vera málsvari mannréttinda og lýðræðis og engin vanþörf sé á slíkum málsvara. Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja víða um heim á undanförnum árum. Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar. Lýðræðið getur horfið á einni svipstundu, jafnvel þótt það hafi lengi verið við lýði. Í dag, þegar við fögnum því að lýðveldið Ísland er 78 ára, þá vil ég segja: Látum lýðræðið verða okkar leiðarljós á þessum þjóðhátíðardegi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýðræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík 17. júní Öryggis- og varnarmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
„Fyrir réttu ári vorum við enn að kljást við heimsfaraldurinn. Í honum sýndu íslenskt samfélag og heilbrigðiskerfi styrk sinn og á ótrúlega skömmum tíma er samfélagið orðið aftur eins og Erilborg sem ég las um sem barn í bókinni Öll erum við önnum kafin í Erilborg,“ sagði Katrín í upphafi ræðu sinnar. Katrín sagði stefnu Íslands gagnvart varnarmálum skýra. Íslensk stjórnvöld standi afdráttarlaust við bakið á Úkraínu. „Þá er rætt um að Ísland endurskoði öryggis- og varnarmál sín og það er auðvitað viðvarandi verkefni stjórnvalda á hverjum tíma út frá aðstæðum í heiminum. Sú vinna er í gangi meðal annars í tengslum við nýtt hættumat og endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Fregna af hvoru tveggja er að vænta á síðari hluta þessa árs,“ sagði Katrín. „Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar. Orkumálin mikilvæg og stjórnmálamanna að tryggja árangur í loftslagsmálum Katrín sagði þá mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að hún héldi yfirráðum yfir orkuauðlindinni og ítrekaði að marka þurfi ramma utan um hvernig arðurinn af nýjum auðlindum er nýttur. „Orkuauðlindin og yfirráð yfir henni eru hluti af fullveldi okkar. Þar blasa við álitamál nú þegar við viljum tryggja orkuskipti til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Það er okkar stjórnmálamannanna að tryggja að þau umskipti þjóni því markmiði að tryggja lífsgæði og lífskjör þeirra sem hér búa samhliða því að ná árangri í loftslagsmálum,“ sagði Katrín. „Við þurfum líka að marka ramma um það hvernig arðurinn af orkuauðlindinni, ekki síst hinni nýju orkuauðlind sem er beislun vindorkunnar, renni til samfélagsins. Þar þarf að skrifa leikreglurnar nú þegar, því staðan er sú að einkaaðilar, innlendir og erlendir, hafa merkt sér svæði víða um land sem þeir telja ákjósanleg til nýtingar.“ Ísland standi áfram vörð um lýðræðið Hún sagði þá lýðræðið hafa átt undir högg að sækja og við mættum ekki sofa á verðinum. Á alþjóðavettvangi hafi Ísland stillt sér upp í það hlutverk að vera málsvari mannréttinda og lýðræðis og engin vanþörf sé á slíkum málsvara. Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja víða um heim á undanförnum árum. Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar. Lýðræðið getur horfið á einni svipstundu, jafnvel þótt það hafi lengi verið við lýði. Í dag, þegar við fögnum því að lýðveldið Ísland er 78 ára, þá vil ég segja: Látum lýðræðið verða okkar leiðarljós á þessum þjóðhátíðardegi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýðræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík 17. júní Öryggis- og varnarmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira