Fótbolti

Cristiano Ronaldo vill fara frá Manchester United

Atli Arason skrifar
Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United í sumar.
Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United í sumar. Getty Images

Endurkoma Ronaldo hjá Manchester United er lokið ef marka má fregnir sem nú berast frá meginlandi Evrópu.

Ronaldo mun ekki fá stórt hlutverk í enduruppbyggingu félagsins undir stjórn nýja knattspyrnustjórans, Erik ten Hag, samkvæmt fréttum sem fyrst bárust frá La Repubblica á Ítalíu.

Ronaldo, sem var kjörin leikmaður ársins hjá Man Utd á nýafstöðnu tímabili, gæti því verið fara frá félaginu einungis ári eftir endurkomu hans til liðsins. Enginn Meistaradeildar fótbolti og lítið hlutverk hjá Ten Hag spilar inn í ákvörðun Ronaldo að yfirgefa félagið.

Ronaldo og Mourinho eftir leik um ofurbikar UEFA árið 2017. Verða þeir sameinaðir á ný?Getty Images

Daily Star greinir frá því að líklegasti áfangastaður Ronaldo er Roma á Ítalíu þar sem Ronaldo gæti sameinast Jose Mourinho aftur. Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, er sagður vera að vinna að ásættanlegum samning fyrir leikmanninn. Mendes er einnig umboðsmaður Mourinho, Rui Patricio og Sergio Olivera, sem allir eru hjá Roma í dag með milligöngu Mendes.

Sporting Lisbon, þar sem Ronaldo hóf meistaraflokksferill sinn er einnig inn í myndinni. Þar myndi Ronaldo fá leiki í Meistaradeildinni sem hann fær hvorki hjá Manchester United né Roma. Það mun þó reynast erfitt fyrir hvaða lið sem er að ráða við launaseðill Ronaldo sem fær 480.000 pund, eða um 78 milljónir króna, í vikulaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×