Hungursneyð í uppsiglingu vegna stríðsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 12:45 Braggi sem notaður var til að hýsa korn austan við borgina Zaporizhia í austurhluta Úkraínu. Getty Árásir Rússa í Úkraínu hafa gert það að verkum að hluti heimsins stendur frammi fyrir hungursneyð, að mati talsmanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira
Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira
Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12