Erlent

Ó­þekktur þarma­sjúk­dómur hrjáir íbúa Norður-Kóreu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, sótthreinsa gólf í verksmiðju.
Heilbrigðisstarfsmenn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, sótthreinsa gólf í verksmiðju. AP/Cha Song Ho

Að minnsta kosti átta hundruð fjölskyldur hafa þurft að leggjast inn á spítala í Norður-Kóreu með veiki sem ríkismiðill landsins hefur kallað „óþekktan þarmasjúkdóm“.

Sjúkdómurinn hefur verið í mikilli dreifingu í Suður-Hwanghae héraði sem staðsett er um 75 kílómetra frá höfuðborginni Pyongyang. Í héraðinu er einna helst stundaður landbúnaður og hafa yfirvöld reynt að koma í veg fyrir að hann dragist saman á meðan leitað er leiða til að útrýma sjúkdómnum. 

Yfirvöld í Suður-Kóreu telja að þarmasjúkdómurinn dularfulli sé kólera eða taugaveiki. 

Íbúar Norður-Kóreu eru ekki einungis að glíma við þennan þarmasjúkdóm heldur fjölgar þeim sem greinast með, það sem stjórnvöld þar í landi kalla, „hita“ hvern einasta dag. Hitinn sem um ræðir er að öllum líkindum Covid-19 sem hefur nýlega náð inn í þetta annars lokaða land.

Mynd frá ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu af einræðisherranum sjálfum að undirbúa lyfjasendingu.KCNA/AP

Íbúar Suður-Hwanghae héraðs munu vera skimaðir fyrir sjúkdómnum og þeir sem greinast með hann fara í einangrun samstundis. Yfirvöld telja að einangrun sé lykillinn að því að útrýma sjúkdómnum. Verið er að gera ráðstafanir til að sótthreinsa allt vatn sem notað er í héraðinu. Þá verður lyfi, sem sagt er að hafi verið þróað af einræðisherranum Kim Jong Un og systur hans, dreift til íbúa héraðsins. 


Tengdar fréttir

Ráð­­gátan um út­breiðslu Co­vid-19 í Norður-Kóreu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×