„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 13:01 Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg. Arnar ræddi við Vísi eftir 2-2 jafntefli KA og Fram í Bestu deild karla fyrir helgi. Honum þótti leitt að leikmenn liðsins hafi ekki náð að gefa stuðningsfólki sínu sigur í gjöf fyrir þá miklu vinnu sem fólst í því að spila loks á velli sem staðsettur er við félagsheimili KA. „Auðvitað hefðum við viljað vera með betri gjöf fyrir þau sem horfðu á leikinn en svona er þetta stundum, mér fannst leikmenn allavega reyna sitt besta.“ Aðstöðuleysi KA hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en liðið undanfarin tímabil þurft að spila á Dalvík þar sem Greifavöllur var sjaldnast klár í upphafi sumars. Svo má eflaust deila um hvenær og hvenær ekki Greifavöllur var klár en völlurinn hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Arnar fór yfir stöðu mála eftir jafnteflið gegn Fram. „Þetta er geggjað fyrir allt félagið, er fyrsti fasinn á þeirri uppbyggingu sem verið er að ráðast í. Hér á eftir að koma nýr keppnisvöllur með stúku og bættur æfingavöllur. Aðstaðan hefur ekki verið upp á marga fiska en völlurinn hér er geggjaður. Allir þeir sjálfboðaliðar sem hafa verið að djöflast hérna undanfarnar vikur eiga hrós skilið.“ „Þegar uppbyggingin klárast getur KA farið að segja að aðstaðan hér sé á pari við þá bestu á Íslandi. Eina, ef maður ætlar að setja út á eitthvað, er vökvunakerfi á vellinum. Það er mikill munur að spila á góðu gervigrasi sem þessu þegar það er blautt eða þurrt. Þurfum að búa við það þangað til nýi völlurinn kemur,“ bætti Arnar. Um Greifavöll og Dalvík Arnar var spurður út í þetta eilífa flakk á KA-liðinu en liðið hefur flakkað milli Greifavallar, Dalvíkurvallar og svo þeirra útivalla sem liðið hefur spilað á. „Það var eins og hvert annað verkefni. Komandi úr Reykjavík, þar sem menn eru í bómull, þá var þetta óvanalegt fyrir mig. Að fara eina ferð til Akureyrar var stórmál, að þurfa keyra eitthvað var oftar en ekki þvílíkt vandamál.“ „Eftir að hafa verið hér í tæp tvö ár er þetta ekki mikið vandamál lengur. Hvort sem það er að keyra suður, til baka eða rúlla á Dalvík. Þau eru flott þar, það var ávallt vel tekið á móti okkur og völlurinn þar er upp á tíu.“ „Held þetta verði gríðarleg upplyfting.“ „Fyrir stuðningsfólk KA að geta rölt hingað, á okkar heimavöll, það er mikill plús. Ég held að þetta verði gríðarleg upplyfting fyrir alla í KA. Þegar nýi völlurinn kemur og allt sem honum fylgir, held að fólk átti sig ekki á því fyrr en öll uppbyggingin er klár hvað þetta á eftir að gera fyrir félagið. Það á eftir að koma í ljós á næstu árum.“ „Ég er búinn að vera hérna í tvö ár og ég gerði mér ekki grein fyrir þegar ég kom hingað fyrst hvað aðstaðan er í raun og veru döpur. Sérstaklega fyrir svona stórt félag eins og KA, það er eitthvað sem maður áttar sig betur á þegar maður fer að finna hérna. Að aðstaðan hafi verið svona slæm hjá félagi með alla þessa iðkendur er í raun með ólíkindum.“ „Ný aðstaða á eftir að lyfta öllu félaginu upp, tala nú ekki um ef við tölum saman eftir ár. Þá verðum við vonandi komin með nýjan keppnisvöll, kannski ekki nýja stúku en þá verða hér komnar toppaðstæður og allt til alls. Vökvunarkerfi og viðbygging sem á að hjálpa handboltanum, blakinu og félaginu í heild. Þá getum við sagt að KA sé komið með aðstöðu á við þær bestu á landinu.“ Arnar lét sitt ekki eftir liggja og lagði hönd á plóg. „Það kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli. Þetta var mjög skemmtileg vinna, mikið af skemmtilegu fólki sem var hérna. Þessi þétti hópur af 15-20 manns sem var hérna á hverju kvöldi á heiður skilið. Fyrir mig var þetta mjög gaman, kynntist félaginu betur og komst betur inn í hlutina. Ég hafði virkilega gaman af,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, að lokum um nýtt svæði sinna manna. KA situr sem stendur í 4. sæti Bestu deildarinnar með 17 stig eftir níu umferðir. Liðið mætir særðu toppliði Breiðabliks í kvöld en Blikar töpuðu sínum fyrsta leik í sumar á dögunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Arnar ræddi við Vísi eftir 2-2 jafntefli KA og Fram í Bestu deild karla fyrir helgi. Honum þótti leitt að leikmenn liðsins hafi ekki náð að gefa stuðningsfólki sínu sigur í gjöf fyrir þá miklu vinnu sem fólst í því að spila loks á velli sem staðsettur er við félagsheimili KA. „Auðvitað hefðum við viljað vera með betri gjöf fyrir þau sem horfðu á leikinn en svona er þetta stundum, mér fannst leikmenn allavega reyna sitt besta.“ Aðstöðuleysi KA hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en liðið undanfarin tímabil þurft að spila á Dalvík þar sem Greifavöllur var sjaldnast klár í upphafi sumars. Svo má eflaust deila um hvenær og hvenær ekki Greifavöllur var klár en völlurinn hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Arnar fór yfir stöðu mála eftir jafnteflið gegn Fram. „Þetta er geggjað fyrir allt félagið, er fyrsti fasinn á þeirri uppbyggingu sem verið er að ráðast í. Hér á eftir að koma nýr keppnisvöllur með stúku og bættur æfingavöllur. Aðstaðan hefur ekki verið upp á marga fiska en völlurinn hér er geggjaður. Allir þeir sjálfboðaliðar sem hafa verið að djöflast hérna undanfarnar vikur eiga hrós skilið.“ „Þegar uppbyggingin klárast getur KA farið að segja að aðstaðan hér sé á pari við þá bestu á Íslandi. Eina, ef maður ætlar að setja út á eitthvað, er vökvunakerfi á vellinum. Það er mikill munur að spila á góðu gervigrasi sem þessu þegar það er blautt eða þurrt. Þurfum að búa við það þangað til nýi völlurinn kemur,“ bætti Arnar. Um Greifavöll og Dalvík Arnar var spurður út í þetta eilífa flakk á KA-liðinu en liðið hefur flakkað milli Greifavallar, Dalvíkurvallar og svo þeirra útivalla sem liðið hefur spilað á. „Það var eins og hvert annað verkefni. Komandi úr Reykjavík, þar sem menn eru í bómull, þá var þetta óvanalegt fyrir mig. Að fara eina ferð til Akureyrar var stórmál, að þurfa keyra eitthvað var oftar en ekki þvílíkt vandamál.“ „Eftir að hafa verið hér í tæp tvö ár er þetta ekki mikið vandamál lengur. Hvort sem það er að keyra suður, til baka eða rúlla á Dalvík. Þau eru flott þar, það var ávallt vel tekið á móti okkur og völlurinn þar er upp á tíu.“ „Held þetta verði gríðarleg upplyfting.“ „Fyrir stuðningsfólk KA að geta rölt hingað, á okkar heimavöll, það er mikill plús. Ég held að þetta verði gríðarleg upplyfting fyrir alla í KA. Þegar nýi völlurinn kemur og allt sem honum fylgir, held að fólk átti sig ekki á því fyrr en öll uppbyggingin er klár hvað þetta á eftir að gera fyrir félagið. Það á eftir að koma í ljós á næstu árum.“ „Ég er búinn að vera hérna í tvö ár og ég gerði mér ekki grein fyrir þegar ég kom hingað fyrst hvað aðstaðan er í raun og veru döpur. Sérstaklega fyrir svona stórt félag eins og KA, það er eitthvað sem maður áttar sig betur á þegar maður fer að finna hérna. Að aðstaðan hafi verið svona slæm hjá félagi með alla þessa iðkendur er í raun með ólíkindum.“ „Ný aðstaða á eftir að lyfta öllu félaginu upp, tala nú ekki um ef við tölum saman eftir ár. Þá verðum við vonandi komin með nýjan keppnisvöll, kannski ekki nýja stúku en þá verða hér komnar toppaðstæður og allt til alls. Vökvunarkerfi og viðbygging sem á að hjálpa handboltanum, blakinu og félaginu í heild. Þá getum við sagt að KA sé komið með aðstöðu á við þær bestu á landinu.“ Arnar lét sitt ekki eftir liggja og lagði hönd á plóg. „Það kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli. Þetta var mjög skemmtileg vinna, mikið af skemmtilegu fólki sem var hérna. Þessi þétti hópur af 15-20 manns sem var hérna á hverju kvöldi á heiður skilið. Fyrir mig var þetta mjög gaman, kynntist félaginu betur og komst betur inn í hlutina. Ég hafði virkilega gaman af,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, að lokum um nýtt svæði sinna manna. KA situr sem stendur í 4. sæti Bestu deildarinnar með 17 stig eftir níu umferðir. Liðið mætir særðu toppliði Breiðabliks í kvöld en Blikar töpuðu sínum fyrsta leik í sumar á dögunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira