Erlent

Óskarsverðlaunahafi handtekinn á Ítalíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Haggis er sagður hafa skilið konuna eftir á flugvelli í Brindisi þrátt fyrir að að hún væri í slæmu líkamlegu og andlegu ástandi.
Haggis er sagður hafa skilið konuna eftir á flugvelli í Brindisi þrátt fyrir að að hún væri í slæmu líkamlegu og andlegu ástandi. AP/Evan Agostini/Invision

Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Paul Haggis var handtekinn vegna gruns um kynferðisofbeldi á Ítalíu í gær. Haggis er sagður neita sök en hann er nú í stofufangelsi.

Reuters-fréttastofan segir að Haggis sé sakaður um að hafa neytt unga konu sem er ekki ítölsk til kynlífs gegn vilja hennar yfir tveggja daga tímabil í Ostuni á sunnanverðri Ítalíu. Konan hafi þurft að leita sér læknishjálpar.

Haggis, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndirnar Million Dollar Baby og Crash, kemur fyrir dómara sem tekur afstöðu til þess hvort hann verði áfram í gæsluvarðhaldi á fimmtudag. Skýrsla verður tekin af konunni á næstu dögum samkvæmt heimildum Reuters.

Fjórar konur sökuðu Haggis um kynferðisofbeldi árið 2018, þar af tvær um nauðgun. Hann hafnaði ásökununum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×