Umfjöllun: Breiðablik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut Árni Konráð Árnason skrifar 20. júní 2022 21:20 Ísak Snær skoraði eitt og lagði upp tvö. Vísir/Hulda Margrét Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum. Blikar byrjuðu strax að pressa hátt á vellinum og uppskáru mark strax á 24. mínútu en það gerði markavélin Ísak Snær, sem að átti eftir að koma að fleiri mörkum í leiknum. Höskuldur sendi boltann út á D-bogann þar sem að Ísak Snær kom í hlaupi og setti boltann viðstöðulaust framhjá Steinþóri í marki KA manna, 1-0 Breiðablik. Þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik byrjuðu KA menn að sækja hærra á völlinn og gerðu sig líklega til þess að jafna leikinn. Besta færi KA í fyrri hálfleik kom á 45. mínútur þegar að Ásgeir fékk boltann nánast á vítapunktinum og náði skoti en Anton varði frábærlega. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og Blikar leiddu, 1-0. Það tók KA menn örfáar mínútur að komast í takt í seinni hálfleik og byrjuðu þeir að sækja stíft að marki Breiðabliks. Jöfnunarmark KA virtist liggja í loftinu en á 65. mínútu voru það Blikar sem að bættu í. Ísak Snær keyrði upp völlinn og virtist vera komast í ágætis skotfæri þegar að hann fellur til, en nær að senda boltann á Jason Daða sem að setur hann snyrtilega framhjá Steinþóri, 2-0 Breiðablik. Við þetta annað mark náðu Blikar aftur tökum á leiknum. Það liðu einungis 5 mínútur þangað til að Blikar bættu við þriðja marki sínu, en það gerði Viktor Karl á 70. mínútu. Ísak Snær aftur á ferðinni, heldur varnarmönnum KA vel frá sér og lagði boltann á Viktor Karl sem að þrumaði boltanum niðri með jörðinni í nærhornið, 3-0 Breiðablik. Jason Daði bætti síðan við öðru marki sínu og fjórða marki Breiðabliks á 80. mínútu. Davíð Ingvarsson gaf boltann á nærstöng þar sem að Jason gjörsamlega henti sér í boltann og tæklaði hann inn í mark KA manna, 4-0 fyrir Breiðablik. KA gerðu svo sárabótarmark á 88. mínútu eftir slaka hreinsun Blika. Blikar gerðu tvær tilraunir til þess að hreinsa hornspyrnu Andra Fannars en í síðara skiptið endar boltinn í löppunum á Elfari Árna sem að setur boltann í netið. Mörkin reyndust ekki fleiri og var 4-1 sigur Breiðabliks staðreynd. Breiðablik sitja á toppi Bestu deildarinnar með 8 stiga forskot. Þetta var fjórði leikur KA án sigurs, eftir frábæra byrjun í deildinni og ljóst að lærisveinar Arnars Grétarssonar þurfa að finna taktinn aftur. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik nýtti færin sín töluvert betur, enda með bestu sóknarlínuna í deildinni. KA hefur spilað frábæra vörn í sumar og áttu jafnframt ágætis leik en Blikar nýttu færin sín afar vel í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Jason Daði og Ísak Snær voru frábærir í leiknum. Þá átti Ásgeir Sigurgeirsson sömuleiðis góðan leik í kvöld. Hvað gekk illa? KA menn nýttu færi sín illa í leiknum. Þeir unnu vel oft á tíðum og uppskáru færi sem að þeir náðu ekki að nýta, það var herslumunurinn í kvöld. Hvað gerist næst? Leikjaplanið hjá Breiðablik er nokkuð þétt og eiga þeir leik eftir einungis 3 daga eða þann 23. júní gegn KR á Kópavogsvelli kl. 19:15. KA fær góða hvíld og spilar ekki fyrr en 4. júlí fyrir norðan þegar að þeir taka á móti Valsmönnum kl. 18:00. „Við fáum besta færið í fyrri hálfleik“ Arnar Grétarsson er þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Við töpuðum stórt 4-1. Skrítið að segja það en mér fannst við vera inn í leiknum þangað til að annað markið kemur, síðan kemur bara þriðja markið í kjölfarið. Blikarnir byrjuðu betur eins og við áttum von á, þeir halda bolta vel og annað. Skapa sér lítið í fyrri hálfleik, skora þetta mark. Við fáum besta færið í fyrri hálfleik hjá Ásgeiri“ sagði Arnar og taldi sína menn hafa verið hættulegri í fyrri hálfleiknum. KA menn sóttu í sig veðrið í lok fyrri hálfleiks og byrjuðu þann síðari nokkuð vel, Arnar segir að það sem hafi vantað hafi verið endahnúturinn. Blikar bættu í á 65. mínútu og aftur á 70. mínútu og viðurkennir Arnar að það hafi gert hlutina ansi erfiða „ef að þú lendir 3-0 undir á móti Blikunum að þá verður það alltaf mjög þungt, við hefðum þurft að skora“ sagði Arnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KA
Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum. Blikar byrjuðu strax að pressa hátt á vellinum og uppskáru mark strax á 24. mínútu en það gerði markavélin Ísak Snær, sem að átti eftir að koma að fleiri mörkum í leiknum. Höskuldur sendi boltann út á D-bogann þar sem að Ísak Snær kom í hlaupi og setti boltann viðstöðulaust framhjá Steinþóri í marki KA manna, 1-0 Breiðablik. Þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik byrjuðu KA menn að sækja hærra á völlinn og gerðu sig líklega til þess að jafna leikinn. Besta færi KA í fyrri hálfleik kom á 45. mínútur þegar að Ásgeir fékk boltann nánast á vítapunktinum og náði skoti en Anton varði frábærlega. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og Blikar leiddu, 1-0. Það tók KA menn örfáar mínútur að komast í takt í seinni hálfleik og byrjuðu þeir að sækja stíft að marki Breiðabliks. Jöfnunarmark KA virtist liggja í loftinu en á 65. mínútu voru það Blikar sem að bættu í. Ísak Snær keyrði upp völlinn og virtist vera komast í ágætis skotfæri þegar að hann fellur til, en nær að senda boltann á Jason Daða sem að setur hann snyrtilega framhjá Steinþóri, 2-0 Breiðablik. Við þetta annað mark náðu Blikar aftur tökum á leiknum. Það liðu einungis 5 mínútur þangað til að Blikar bættu við þriðja marki sínu, en það gerði Viktor Karl á 70. mínútu. Ísak Snær aftur á ferðinni, heldur varnarmönnum KA vel frá sér og lagði boltann á Viktor Karl sem að þrumaði boltanum niðri með jörðinni í nærhornið, 3-0 Breiðablik. Jason Daði bætti síðan við öðru marki sínu og fjórða marki Breiðabliks á 80. mínútu. Davíð Ingvarsson gaf boltann á nærstöng þar sem að Jason gjörsamlega henti sér í boltann og tæklaði hann inn í mark KA manna, 4-0 fyrir Breiðablik. KA gerðu svo sárabótarmark á 88. mínútu eftir slaka hreinsun Blika. Blikar gerðu tvær tilraunir til þess að hreinsa hornspyrnu Andra Fannars en í síðara skiptið endar boltinn í löppunum á Elfari Árna sem að setur boltann í netið. Mörkin reyndust ekki fleiri og var 4-1 sigur Breiðabliks staðreynd. Breiðablik sitja á toppi Bestu deildarinnar með 8 stiga forskot. Þetta var fjórði leikur KA án sigurs, eftir frábæra byrjun í deildinni og ljóst að lærisveinar Arnars Grétarssonar þurfa að finna taktinn aftur. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik nýtti færin sín töluvert betur, enda með bestu sóknarlínuna í deildinni. KA hefur spilað frábæra vörn í sumar og áttu jafnframt ágætis leik en Blikar nýttu færin sín afar vel í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Jason Daði og Ísak Snær voru frábærir í leiknum. Þá átti Ásgeir Sigurgeirsson sömuleiðis góðan leik í kvöld. Hvað gekk illa? KA menn nýttu færi sín illa í leiknum. Þeir unnu vel oft á tíðum og uppskáru færi sem að þeir náðu ekki að nýta, það var herslumunurinn í kvöld. Hvað gerist næst? Leikjaplanið hjá Breiðablik er nokkuð þétt og eiga þeir leik eftir einungis 3 daga eða þann 23. júní gegn KR á Kópavogsvelli kl. 19:15. KA fær góða hvíld og spilar ekki fyrr en 4. júlí fyrir norðan þegar að þeir taka á móti Valsmönnum kl. 18:00. „Við fáum besta færið í fyrri hálfleik“ Arnar Grétarsson er þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Við töpuðum stórt 4-1. Skrítið að segja það en mér fannst við vera inn í leiknum þangað til að annað markið kemur, síðan kemur bara þriðja markið í kjölfarið. Blikarnir byrjuðu betur eins og við áttum von á, þeir halda bolta vel og annað. Skapa sér lítið í fyrri hálfleik, skora þetta mark. Við fáum besta færið í fyrri hálfleik hjá Ásgeiri“ sagði Arnar og taldi sína menn hafa verið hættulegri í fyrri hálfleiknum. KA menn sóttu í sig veðrið í lok fyrri hálfleiks og byrjuðu þann síðari nokkuð vel, Arnar segir að það sem hafi vantað hafi verið endahnúturinn. Blikar bættu í á 65. mínútu og aftur á 70. mínútu og viðurkennir Arnar að það hafi gert hlutina ansi erfiða „ef að þú lendir 3-0 undir á móti Blikunum að þá verður það alltaf mjög þungt, við hefðum þurft að skora“ sagði Arnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.