Svikahrappar haft milljónir af íslenskum íþróttafélögum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 08:01 Netsvikahrappar reyna að fá gjaldkera íslenskra íþróttafélaga til að senda sér pening. Getty Eftir að hafa haft hægt um sig á tímum kórónuveirufaraldursins virðast netsvikarar núna farnir að herja að nýju á íþróttafélög í landinu sem í einhverjum tilvikum hafa tapað milljónum króna við að láta blekkjast. Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“ Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“
Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira