Fótbolti

BBC skrifar um íslenska landsliðið

Atli Arason skrifar
Glódís Perla og Sveindís Jane koma báðar fyrir í umfjöllun BBC.
Glódís Perla og Sveindís Jane koma báðar fyrir í umfjöllun BBC. Getty Images

BBC birti í vikunni umfjöllum um íslenska landsliðið í fótbolta í aðdraganda Evrópumótsins á Englandi í sumar.

Glódís Perla Viggósdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru þar nefndar sem bestu leikmenn liðsins en í umfjölluninni kemur fram að íslenska liðið hafi saknað Söru Bjarkar sem hefur verið frá keppni undanfarið ár vegna barnsburðar. BBC leitaði til Mistar Rúnarsdóttur, sparkspekingsins, til aðstoðar við greiningu á liðinu.

Sveindís Jane er titluð vonarstjarna landsliðsins en hún hefur skotist hratt á stjörnuhimininn og getur enn þá bætt sig talsvert samkvæmt umfjölluninni.

Þá er einnig farið yfir ferill og leikstíl landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar ásamt vonum og væntingum fyrir íslenska landsliðinu á EM. Ísland er í riðli með Frakklandi, Belgíu og Ítalíu.

„Að fullyrða að við munum komast upp úr riðlinum okkar er kannski strangt til orða tekið en við vonum og virkilega trúum að við getum komist upp úr okkar riðli,“ sagði Mist Rúnarsdóttir við BBC.

Ísland hefur leik á EM þann 10. júlí með leik gegn Belgíu. Umfjöllun BBC í heild má finna með því að smella hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×