Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 23:33 Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hér sést verðið á dæli í bænumCedar Rapids í Iowa á föstudaginn var. Nick Rohlman/The Gazette via AP Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. Í gær sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna að tillaga um að leggja eldsneytisskatt sem lagður er á í öllum ríkjum Bandaríkjanna tímabundið til hliðar, væri til skoðunar. Í dag staðfesti Biden að tillagan væri til alvarlegrar skoðunar. „Já, ég er að skoða það. Ég vona að ég geti tekið ákvörðun byggða á þeim gögnum sem ég er að skoða fyrir vikulok,“ sagði Biden við blaðamenn í dag. Bandaríska alríkisstjórnin tekur til sín 18,3 sent á hvert gallon af bensínu og 24,4 sent af hverju galloni af dísel sem Bandaríkjamenn dæla á bíla sína. Á íslenskum mælikvarða eru það um 24 krónur á hvert gallon af bensínu og 29 krónur á hvert gallon af dísel. Eitt gallon er um 3,8 lítrar og því er skatturinn um sex krónur á hvern lítra af bensíni og um átta krónur á hvern lítra af dísel. Joe Biden var á ströndinni í dag.(AP Photo/Manuel Balce Ceneta) Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum, um fimm dollara á hvert gallon eða um 172 krónur á hvern lítra. Verðbóla er einnig í hæstu hæðum í Bandaríkjunum og mælist nú um 8,6 prósent. Tímabundin aflétting eldsneytiskattsins er sögð vera ein af mörkum tillögum sem ríkisstjórn Biden ku vera að skoða til að létta á verðbólguþrýstingi. Þá sagðist Biden einnig ætla krefja forsvarsmenn bandarískra olíuframleiðenda svara um af hverju ekki væri að vinna meiri olíu til þess að auka mætti framboð af olíu og olíuvörum. Bandaríkin Bensín og olía Joe Biden Tengdar fréttir Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. 15. júní 2022 09:52 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Í gær sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna að tillaga um að leggja eldsneytisskatt sem lagður er á í öllum ríkjum Bandaríkjanna tímabundið til hliðar, væri til skoðunar. Í dag staðfesti Biden að tillagan væri til alvarlegrar skoðunar. „Já, ég er að skoða það. Ég vona að ég geti tekið ákvörðun byggða á þeim gögnum sem ég er að skoða fyrir vikulok,“ sagði Biden við blaðamenn í dag. Bandaríska alríkisstjórnin tekur til sín 18,3 sent á hvert gallon af bensínu og 24,4 sent af hverju galloni af dísel sem Bandaríkjamenn dæla á bíla sína. Á íslenskum mælikvarða eru það um 24 krónur á hvert gallon af bensínu og 29 krónur á hvert gallon af dísel. Eitt gallon er um 3,8 lítrar og því er skatturinn um sex krónur á hvern lítra af bensíni og um átta krónur á hvern lítra af dísel. Joe Biden var á ströndinni í dag.(AP Photo/Manuel Balce Ceneta) Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum, um fimm dollara á hvert gallon eða um 172 krónur á hvern lítra. Verðbóla er einnig í hæstu hæðum í Bandaríkjunum og mælist nú um 8,6 prósent. Tímabundin aflétting eldsneytiskattsins er sögð vera ein af mörkum tillögum sem ríkisstjórn Biden ku vera að skoða til að létta á verðbólguþrýstingi. Þá sagðist Biden einnig ætla krefja forsvarsmenn bandarískra olíuframleiðenda svara um af hverju ekki væri að vinna meiri olíu til þess að auka mætti framboð af olíu og olíuvörum.
Bandaríkin Bensín og olía Joe Biden Tengdar fréttir Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. 15. júní 2022 09:52 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. 15. júní 2022 09:52