Fótbolti

Sveindís Jane: Getum farið eins langt og við viljum

Atli Arason skrifar
Sveindís Jane á sprettinum.
Sveindís Jane á sprettinum. Vísir/Hulda Margrét

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, telur að íslenska landsliðið getur farið eins langt á EM og liðinu langar. Hún telur möguleikana mikla fyrir landsliðið.

„Möguleikarnir eru mjög miklir og allt galopið finnst mér, ef við hittum á okkar dag þá eigum við mjög mikin séns að fara eins langt og við viljum,“ sagði Sveindís í viðtali við Stöð 2.

Sveindís segir að íslenska landsliðið sé ekki búið setja sér einhver markmið fyrir mótið en telur óhætt að segja að þær ætli sér upp úr riðlinum.

„Við viljum auðvitað komast upp úr riðlinum og við eigum séns að gera það. Ég held það sé ekkert of stórt að segja að við ætlum að komast upp úr riðlinum. Það er okkar markmið, myndi ég halda.“

Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu gegn Belgíu þann 10. júlí áður en liðið spilar gegn Ítölum og Frökkum.

„Ef við skoðum þær á blaði þá eiga þær sterkari leikmenn og reynslumeiri. Allir þessir leikmenn eru í topp liðum. Við getum samt alveg unnið þessi lið ef við erum rétt stilltar og hittum á okkar dag,“ svaraði Sveindís, aðspurð út í mótherjana í riðli Íslands.

Sveindís spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2020 og hefur síðan þá leikið 18 landsleiki og skorað í þeim 6 mörk. EM á Englandi verður fyrsta stórmótið sem Sveindís tekur þátt í.

„Ég er rosalega spennt. Ég er allavegana ekki orðinn neitt stressuð. Mig hlakkar rosalega til að fara út og æfa með stelpunum,“ sagði Sveindís með bros á vör. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Sveindís Jane


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×