400 millilítrar: Breytingar á stærð bjórglasa ekki samsæri Snorri Másson skrifar 21. júní 2022 09:26 Efnahagsmálin voru til umræðu í Íslandi í dag, þar sem Jón Mýrdal veitingamaður sat fyrir svörum. Allt hefur hækkað – þar á meðal bjór, en bjórinn fæst nánast hvergi ódýrari en á um 1.300 krónur þessa dagana. Eins og það sé ekki nógu alvarlegt útaf fyrir sig fyrir þá sem eru hrifnir af bjór, þá eru flestir bjórar 400 millilítrar á börum Reykjavíkur; af er sem áður var, að borinn var fram hálfur lítri. Margir syrgja þessa breytingu en Jón segir hana eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun. Eins og á Kastrup hjá mér erum við bara með hugguleg glös, við völdum bara glösin og þau eru falleg, það var ekkert verið að reyna að spara þarna, enda taka þau með froðunni hálfan lítra,“ sagði Jón. Jón Mýrdal rekur meðal annars Kastrup og Röntgen.Vísir „Ég er ekki viss um að veitingamenn séu eitthvað að reyna að spara þetta, heldur á bjór bara að vera í huggulegu glasi. Í gamla daga var þetta í stórum belgjum.“ Jón segir ekki um samsæri að ræða. „Það getur vel verið að einhverjir séu að hugsa um það, en ég er ekki að spá í það. Ég vil bara hafa þetta huggulegt,“ sagði Jón. „Ég sé ekki hvernig það getur gengið“ Verðbólgan stendur í 7,6%, sem er mesta verðbólga í tólf ár. Allt hefur hækkað, sumt um mun meira en 7,6%, en engu að síður kemur það illa við fólk þegar veitingastaðir fara að hækka sitt verð. Jón segir það óhjákvæmilegt. „Birgjar hækka á okkur vikulega. Þannig að þetta er búið að taka einhver stökk. Eins og hveiti og olía og allt, þetta er allt að hækka,“ segir Jón. „Einhverjir veitingastaðir auglýsa fisk á 2000 krónur í hádeginu. Ég sé ekki hvernig það getur yfirleitt gengið. Ef þú ferð í fiskbúð í dag er fiskurinn á upp undir þrjúþúsund krónur, þannig að maður sér það alveg sjálfur. Þá þarf að bæta við launum, leigu og aðföngum,“ segir Jón. Hann segir veitingamenn ekki í óðaönn að reyna að verða ríkir á viðskiptavinum sínum; þeir séu bara að reyna að reka arðbær fyrirtæki. Hann lofar þessu: „Við erum ekki allir að fara að kaupa okkur nýja Land Cruisera.“ Neytendur Áfengi og tóbak Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Eins og það sé ekki nógu alvarlegt útaf fyrir sig fyrir þá sem eru hrifnir af bjór, þá eru flestir bjórar 400 millilítrar á börum Reykjavíkur; af er sem áður var, að borinn var fram hálfur lítri. Margir syrgja þessa breytingu en Jón segir hana eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun. Eins og á Kastrup hjá mér erum við bara með hugguleg glös, við völdum bara glösin og þau eru falleg, það var ekkert verið að reyna að spara þarna, enda taka þau með froðunni hálfan lítra,“ sagði Jón. Jón Mýrdal rekur meðal annars Kastrup og Röntgen.Vísir „Ég er ekki viss um að veitingamenn séu eitthvað að reyna að spara þetta, heldur á bjór bara að vera í huggulegu glasi. Í gamla daga var þetta í stórum belgjum.“ Jón segir ekki um samsæri að ræða. „Það getur vel verið að einhverjir séu að hugsa um það, en ég er ekki að spá í það. Ég vil bara hafa þetta huggulegt,“ sagði Jón. „Ég sé ekki hvernig það getur gengið“ Verðbólgan stendur í 7,6%, sem er mesta verðbólga í tólf ár. Allt hefur hækkað, sumt um mun meira en 7,6%, en engu að síður kemur það illa við fólk þegar veitingastaðir fara að hækka sitt verð. Jón segir það óhjákvæmilegt. „Birgjar hækka á okkur vikulega. Þannig að þetta er búið að taka einhver stökk. Eins og hveiti og olía og allt, þetta er allt að hækka,“ segir Jón. „Einhverjir veitingastaðir auglýsa fisk á 2000 krónur í hádeginu. Ég sé ekki hvernig það getur yfirleitt gengið. Ef þú ferð í fiskbúð í dag er fiskurinn á upp undir þrjúþúsund krónur, þannig að maður sér það alveg sjálfur. Þá þarf að bæta við launum, leigu og aðföngum,“ segir Jón. Hann segir veitingamenn ekki í óðaönn að reyna að verða ríkir á viðskiptavinum sínum; þeir séu bara að reyna að reka arðbær fyrirtæki. Hann lofar þessu: „Við erum ekki allir að fara að kaupa okkur nýja Land Cruisera.“
Neytendur Áfengi og tóbak Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira