Brýnt að standa gegn kröfum hagsmunaaðila Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júní 2022 11:38 Fundurinn fór fram í Húsi verslunarinnar í gær. Vísir/Vilhelm Á aðalfundi Íslensk-evrópska verslunarráðsins (ÍEV), var skrifað undir ályktun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að draga úr fríverslun með búvörur. Þá hvetur ráðið stjórnvöld til að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi við Evrópusambandið. Fundurinn fór fram í dag og var Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður endurkjörinn formaður ráðsins. María Bragadóttir kemur ný inn í stjórn félagsins og var Arnar Atlason endurkjörinn meðstjórnandi. ÍEV skora á stjórnvöld til þess að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í fríverslun milli Íslands og ESB, og tryggja enn víðtækari viðskipti með búvörur og sjávarafurðir í viðræðum við ESB. Páll Rúnar M. Kristjánsson var endurkjörinn formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins á fundinum.Aðsend „Mikið er til vinnandi að bæta aðgang íslenskra sjávarafurða að markaði Evrópusambandsins, en vegna hækkandi hlutfalls laxaafurða í útflutningi hefur hlutfall íslenskra sjávarafurða sem ekki bera tolla í ESB lækkað töluvert frá því að EES-samningurinn var gerður,“ segir í ályktun ráðsins. Ráðið telur það brýnt að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að dregið verði úr fríverslun með búvörur samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB. Að sögn ráðsins hefur samningurinn stuðlað að auknu samkeppnisaðhaldi við íslenskan landbúnað, lægra verði og stórauknu vöruúrvali fyrir íslenska neytendur, um leið og hann skapi íslenskum landbúnaði tækifæri til útflutnings. „Íslensk matvöruverslun og íslenskir neytendur geta ekki átt að líða fyrir að landbúnaðurinn hafi ekki gripið þau tækifæri að fullu,“ segir í ályktuninni. Þá hvetur ÍEV íslensk stjórnvöld til að fara í vinnu við að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi og í ESB. Ráðið fullyrðir að upp hafi komið mál þar sem íslensk tollayfirvöld tollflokka vörur, sem fluttar eru inn frá ESB, með öðrum hætti en þær eru tollflokkaðar innan sambandsins. „Þetta býr til augljóst óhagræði, skort á fyrirsjáanleika og hindranir í viðskiptum á milli Íslands og Evrópusambandsins. Að tollflokka vöru með öðrum hætti en gert er á stærsta markaðssvæði íslenskra fyrirtækja getur auk þess búið til skálkaskjól fyrir íslensk stjórnvöld til að fara ekki að skuldbindingum sínum um tollfrjáls viðskipti samkvæmt EES-samningnum eða tvíhliða samningum við ESB.“ Evrópusambandið Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Fundurinn fór fram í dag og var Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður endurkjörinn formaður ráðsins. María Bragadóttir kemur ný inn í stjórn félagsins og var Arnar Atlason endurkjörinn meðstjórnandi. ÍEV skora á stjórnvöld til þess að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í fríverslun milli Íslands og ESB, og tryggja enn víðtækari viðskipti með búvörur og sjávarafurðir í viðræðum við ESB. Páll Rúnar M. Kristjánsson var endurkjörinn formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins á fundinum.Aðsend „Mikið er til vinnandi að bæta aðgang íslenskra sjávarafurða að markaði Evrópusambandsins, en vegna hækkandi hlutfalls laxaafurða í útflutningi hefur hlutfall íslenskra sjávarafurða sem ekki bera tolla í ESB lækkað töluvert frá því að EES-samningurinn var gerður,“ segir í ályktun ráðsins. Ráðið telur það brýnt að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að dregið verði úr fríverslun með búvörur samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB. Að sögn ráðsins hefur samningurinn stuðlað að auknu samkeppnisaðhaldi við íslenskan landbúnað, lægra verði og stórauknu vöruúrvali fyrir íslenska neytendur, um leið og hann skapi íslenskum landbúnaði tækifæri til útflutnings. „Íslensk matvöruverslun og íslenskir neytendur geta ekki átt að líða fyrir að landbúnaðurinn hafi ekki gripið þau tækifæri að fullu,“ segir í ályktuninni. Þá hvetur ÍEV íslensk stjórnvöld til að fara í vinnu við að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi og í ESB. Ráðið fullyrðir að upp hafi komið mál þar sem íslensk tollayfirvöld tollflokka vörur, sem fluttar eru inn frá ESB, með öðrum hætti en þær eru tollflokkaðar innan sambandsins. „Þetta býr til augljóst óhagræði, skort á fyrirsjáanleika og hindranir í viðskiptum á milli Íslands og Evrópusambandsins. Að tollflokka vöru með öðrum hætti en gert er á stærsta markaðssvæði íslenskra fyrirtækja getur auk þess búið til skálkaskjól fyrir íslensk stjórnvöld til að fara ekki að skuldbindingum sínum um tollfrjáls viðskipti samkvæmt EES-samningnum eða tvíhliða samningum við ESB.“
Evrópusambandið Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent