Spá takmörkuðum landvinningum en síðan pattstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2022 12:42 Úkraínskur hermaður á víglínunni í Severodonetsk. AP/Oleksandr Ratushniak Samkvæmt umfjöllun New York Times telja embættismenn vestanhafs að myndin í Úkraínu sé að skýrast; Rússar muni líklega leggja undir sig meira svæða í austurhluta landsins en mæta harðri andspyrnu sífellt betur vopnaðra Úkraínumanna og ekki ná algjörum yfirráðum yfir Donbas. Mark A. Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir að ef Úkraínumenn nota vopnin frá Vesturlöndum rétt ætti það að hjálpa þeim mikið á vígvellinum. Þetta segja heimildarmenn NY Times hjá Pentagon þýða að Rússar myndu eiga í erfiðleikum með að sækja fram í Donetsk líkt og þeim hefur tekist í Luhansk. Yfirlýst markmið Rússa er að „frelsa“ bæði héruðin, sem þeir hafa viðurkennt sem sjálfstæð ríki. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir að Rússar muni ná Luhansk á sitt vald á næstunni. Vopnasendingar Vesturlanda, sem ættu að fara að skila sér á vígvöllinn, muni hins vegar styrkja stöðu Úkraínuhers í Donetsk. Neither side will likely gain full control of a pivotal region in eastern Ukraine as a depleted Russian military faces an opponent armed with increasingly sophisticated weapons w/@helenecooper, @julianbarnes https://t.co/dniqqgQ4s7— Eric Schmitt (@EricSchmittNYT) June 21, 2022 Frederick B. Hodges, fyrrverandi herforingi Bandaríkjahers í Evrópu, gerir ráð fyrir að stríðið muni vara einhverja mánuði í viðbót en að seint í sumar ættu Úkraínumenn að eygja möguleika á því að ná vopnum sínum og hrekja Rússa eitthvað til baka. „Þetta er prófraun er varðar vilja og vilji Úkraínumanna er meiri,“ segir hann. „Ég sé fyrir mér að staða Úkraínu muni batna með hverri vikunni á sama tíma og það mun fjara undan stöðu Rússa. Þeir eiga enga bandamenn eða vini.“ Michael Kofman, sérfræðingur í málefnum Rússlands, segist telja báða aðila munu verða að þrotum komna eftir um tvo mánuði. Úkraínumenn skorti aðföng og vopn og Rússar séu nú þegar vanbúnir og ekki undir það búnir að eiga í átökum í lengri tíma. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Mark A. Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir að ef Úkraínumenn nota vopnin frá Vesturlöndum rétt ætti það að hjálpa þeim mikið á vígvellinum. Þetta segja heimildarmenn NY Times hjá Pentagon þýða að Rússar myndu eiga í erfiðleikum með að sækja fram í Donetsk líkt og þeim hefur tekist í Luhansk. Yfirlýst markmið Rússa er að „frelsa“ bæði héruðin, sem þeir hafa viðurkennt sem sjálfstæð ríki. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir að Rússar muni ná Luhansk á sitt vald á næstunni. Vopnasendingar Vesturlanda, sem ættu að fara að skila sér á vígvöllinn, muni hins vegar styrkja stöðu Úkraínuhers í Donetsk. Neither side will likely gain full control of a pivotal region in eastern Ukraine as a depleted Russian military faces an opponent armed with increasingly sophisticated weapons w/@helenecooper, @julianbarnes https://t.co/dniqqgQ4s7— Eric Schmitt (@EricSchmittNYT) June 21, 2022 Frederick B. Hodges, fyrrverandi herforingi Bandaríkjahers í Evrópu, gerir ráð fyrir að stríðið muni vara einhverja mánuði í viðbót en að seint í sumar ættu Úkraínumenn að eygja möguleika á því að ná vopnum sínum og hrekja Rússa eitthvað til baka. „Þetta er prófraun er varðar vilja og vilji Úkraínumanna er meiri,“ segir hann. „Ég sé fyrir mér að staða Úkraínu muni batna með hverri vikunni á sama tíma og það mun fjara undan stöðu Rússa. Þeir eiga enga bandamenn eða vini.“ Michael Kofman, sérfræðingur í málefnum Rússlands, segist telja báða aðila munu verða að þrotum komna eftir um tvo mánuði. Úkraínumenn skorti aðföng og vopn og Rússar séu nú þegar vanbúnir og ekki undir það búnir að eiga í átökum í lengri tíma.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira