Vaktin: Ráðast að öryggisstofnunum í Lysychansk Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 22. júní 2022 08:17 Fáir íbúar eru enn í Lysychansk enda varla hægt að finna svæði sem ekki verður fyrir loftárásum. Getty Finnar eru reiðubúnir ef Rússar ráðast gegn þeim og munu verjast ötullega, segir Timo Kivinen, yfirmaður finnska heraflans. „Mikilvægasta vörnin er á milli eyrnanna, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ segir hann. Kivinen segir Finna hafa undirbúið sig í gegnum árin fyrir nákvæmlega þess konar hernað sem Rússar séu að stunda í Úkraínu. Úkraína hafi staðið í Rússum og það myndi Finnland einnig gera. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Einn af leiðtogum leppstjórnar Rússa í hinu hernumda Zaporizhzhia í Úkraínu segir landamærin milli Rússlands og Úkraínu „verri en Berlínarmúrinn var fyrir Þjóðverja“. „Sameining okkar við Rússland er óumflýjanleg; það ættu ekki að vera nein landamæri á milli okkar,“ sagði Alexander Rogov í samtali við RIA Novosti. Úkraínsk yfirvöld segja ástandið í austurhluta Donbas afar erfitt. Rússar hafa gefið í árásir sínar á Sieverodonetsk og Lysychansk og náð nokkrum byggðum í nágrenninu. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, segist vilja styrkja efnahagsleg bönd við BRICS ríkin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Úkraínumenn segjast hafa gert loftárásir á Snákaeyju og fellt töluverðan fjölda rússneskra hermanna. Umrædd aðgerð er stendur enn yfir, að þeirra sögn. Að minnsta kosti fimmtán almennir borgarar létust í árásum Rússa í Kharkív í gær. Embættismenn á Vesturlöndum segja yfirvöld í Rússlandi standa fyrir átaki til að fá fólk á fátækum svæðum landsins skrá sig til að berjast í Úkraínu. Umræða um framtíð Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafi aukist í Rússlandi en ekkert bendi til þess að stöðu hans sé ógnað. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Úkraínu í gær og tilkynnti um stofnun teymis sem mun freista þess að draga stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Tyrknesk sendinefnd mun ferðast til Rússlands í vikunni til að ræða mögulegar leiðir til að koma kornvöru sjóleiðina frá Úkraínu.
„Mikilvægasta vörnin er á milli eyrnanna, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ segir hann. Kivinen segir Finna hafa undirbúið sig í gegnum árin fyrir nákvæmlega þess konar hernað sem Rússar séu að stunda í Úkraínu. Úkraína hafi staðið í Rússum og það myndi Finnland einnig gera. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Einn af leiðtogum leppstjórnar Rússa í hinu hernumda Zaporizhzhia í Úkraínu segir landamærin milli Rússlands og Úkraínu „verri en Berlínarmúrinn var fyrir Þjóðverja“. „Sameining okkar við Rússland er óumflýjanleg; það ættu ekki að vera nein landamæri á milli okkar,“ sagði Alexander Rogov í samtali við RIA Novosti. Úkraínsk yfirvöld segja ástandið í austurhluta Donbas afar erfitt. Rússar hafa gefið í árásir sínar á Sieverodonetsk og Lysychansk og náð nokkrum byggðum í nágrenninu. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, segist vilja styrkja efnahagsleg bönd við BRICS ríkin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Úkraínumenn segjast hafa gert loftárásir á Snákaeyju og fellt töluverðan fjölda rússneskra hermanna. Umrædd aðgerð er stendur enn yfir, að þeirra sögn. Að minnsta kosti fimmtán almennir borgarar létust í árásum Rússa í Kharkív í gær. Embættismenn á Vesturlöndum segja yfirvöld í Rússlandi standa fyrir átaki til að fá fólk á fátækum svæðum landsins skrá sig til að berjast í Úkraínu. Umræða um framtíð Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafi aukist í Rússlandi en ekkert bendi til þess að stöðu hans sé ógnað. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Úkraínu í gær og tilkynnti um stofnun teymis sem mun freista þess að draga stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Tyrknesk sendinefnd mun ferðast til Rússlands í vikunni til að ræða mögulegar leiðir til að koma kornvöru sjóleiðina frá Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira