Sport

Sund­sam­band Ís­lands kaus með til­lögu um að tak­marka þátt­töku trans­kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. Sundsamband Íslands

Sundsamband Íslands kaus með tillögunni sem takmarkar þátttökurétt transkvenna á mótum á vegum FINA, Alþjóðasundsambandsins. Þetta staðfesti Björn Sigurðsson, formaður Sundsambands Íslands.

Á mánudag bárust þær fregnir að FINA hefði haldið málþing í Búdapest þar sem HM í 50 metra laug fer fram. Eftir málþingið var kosið um skerta þátttöku transkvenna á mótum sambandsins. Nú er staðan sú að transkona má ekki hafa hafið kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað.

Formaður Sundsambands Íslands staðfesti í viðtali við Fréttablaðið að SSÍ hefði kosið með ákvörðuninni.

„Við vorum með fulltrúa á okkur vegum á þinginu sem kaus með þessari tillögu líkt og aðrar þjóðir Skandinavíu,“ sagði Björn og hélt áfram.

„Það er ekki verið að banna transkonum að taka þátt heldur að banna þeim að taka þátt í kvennagreinum afreksstigi á grundvelli þess að það sé ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni.“

Sjá einnig:  Konur sem keppa á jafningjagrundvelli

Alls tóku 152 sambönd þátt í kosningunni og hlaut tillagan samþykki hjá 71 prósent þeirra sem voru viðstaddir. Samkvæmt rannsókn FINA hafa þeir einstaklingar sem hafa hafið eða klárað kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting fer fram töluvert forskot yfir aðra keppendur í kvennagreinum.

„Grundvöllurinn fyrir þessari kosningu var stofnun vinnuhóps sem er mun skoða alla vinkla ákvörðunarinnar. Vinnan heldur því áfram við nánari útlistun þessarar ákvörðunar,“ sagði Björn að endingu í viðtali sínu við Fréttablaðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×