Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 08:01 Það verður vel fagnað ef að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur þeirra í landsliðinu komasta áfram úr sínum riðli á EM. Því myndi einnig fylgja aukið verðlaunafé. vísir/Hulda Margrét Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira