Vaktin: íhuga að hörfa frá Lysychansk Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 23. júní 2022 08:36 Hermenn og fjölmiðlamenn forðast sprengjuregn í Lysychansk. Þeir gætu yfirgefið borgina alveg á næstu dögum. Marcus Yam/Getty Besta öryggistrygging Úkraínu liggur í aðild að Evrópusambandinu, sem myndi gera Vladimir Pútín Rússlandsforseta erfiðara fyrir að ráðast aftur inn í landið. Þetta segir Jonathan Powell, fyrrverandi starfsmannastjóri Tony Blair og samningamaður Breta í málefnum Norður-Írlands. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira