Vaktin: íhuga að hörfa frá Lysychansk Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 23. júní 2022 08:36 Hermenn og fjölmiðlamenn forðast sprengjuregn í Lysychansk. Þeir gætu yfirgefið borgina alveg á næstu dögum. Marcus Yam/Getty Besta öryggistrygging Úkraínu liggur í aðild að Evrópusambandinu, sem myndi gera Vladimir Pútín Rússlandsforseta erfiðara fyrir að ráðast aftur inn í landið. Þetta segir Jonathan Powell, fyrrverandi starfsmannastjóri Tony Blair og samningamaður Breta í málefnum Norður-Írlands. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira