Skólabyrjun seinkað í von um bættan svefn barna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. júní 2022 10:43 Snædís Valsdóttir er skólastjóri Vogaskóla. Reykjavíkurborg Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta klukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem skoðað verður hvaða áhrif seinkun skólabyrjunar hefur á svefn, líðan og nám nemenda. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Snædís Valsdóttir, skólastjóri í Vogaskóla, segir verkefnið spennandi. „Okkur fannst áhugavert að kanna hvort þetta gæti orðið okkar unglingum til hagsbóta. Þetta er náttúrulega bara tilraunaverkefni til eins árs og það er alltaf hægt að snúa til baka ef svo ber undir,“ er haft eftir Snædísi. Hún segir líkamsklukku unglinga vera þannig að þeir eigi betra með að sofna seinna og sofa aðeins lengur fram eftir. „Sumir óttast að tilraunin verði bara til þess að þeir fari seinna að sofa í stað þess að fá meiri svefn en rannsóknir benda til að þetta verði betri svefntími sem nýtist þeim betur. Meiri og betri gæðasvefn.“ Mikið í húfi Í fréttatilkynningu er einnig fjallað um rannsóknir sem sýna að helmingur nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn eða sjö klukkustundir eða meira. Fram kemur í gögnum frá Betri svefni að börn og unglingar sem sofa of stutt eigi erfiðara með einbeitingu, glími frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, nái sér frekar í pestir, hreyfi sig minna, séu frekar í ofþyngd og sýni aukna áhættuhegðun. Snædís segir erlendar rannsóknir sýna að þegar skólabyrjun sé seinkað lengist svefn unglinga. „Rannsóknir hafa líka sýnt að börn sem fá góðan svefn líður betur. Þau eru hraustari, eiga auðveldara með nám og stunda frekar íþróttir og hreyfingu. Þau upplifa síður kvíða og depurð, eiga auðveldara með félagsleg tengsl og eru almennt hamingjusamari. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Snædís að lokum. Svefn Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Snædís Valsdóttir, skólastjóri í Vogaskóla, segir verkefnið spennandi. „Okkur fannst áhugavert að kanna hvort þetta gæti orðið okkar unglingum til hagsbóta. Þetta er náttúrulega bara tilraunaverkefni til eins árs og það er alltaf hægt að snúa til baka ef svo ber undir,“ er haft eftir Snædísi. Hún segir líkamsklukku unglinga vera þannig að þeir eigi betra með að sofna seinna og sofa aðeins lengur fram eftir. „Sumir óttast að tilraunin verði bara til þess að þeir fari seinna að sofa í stað þess að fá meiri svefn en rannsóknir benda til að þetta verði betri svefntími sem nýtist þeim betur. Meiri og betri gæðasvefn.“ Mikið í húfi Í fréttatilkynningu er einnig fjallað um rannsóknir sem sýna að helmingur nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn eða sjö klukkustundir eða meira. Fram kemur í gögnum frá Betri svefni að börn og unglingar sem sofa of stutt eigi erfiðara með einbeitingu, glími frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, nái sér frekar í pestir, hreyfi sig minna, séu frekar í ofþyngd og sýni aukna áhættuhegðun. Snædís segir erlendar rannsóknir sýna að þegar skólabyrjun sé seinkað lengist svefn unglinga. „Rannsóknir hafa líka sýnt að börn sem fá góðan svefn líður betur. Þau eru hraustari, eiga auðveldara með nám og stunda frekar íþróttir og hreyfingu. Þau upplifa síður kvíða og depurð, eiga auðveldara með félagsleg tengsl og eru almennt hamingjusamari. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Snædís að lokum.
Svefn Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31