Geta endanlega kveðið KR-grýluna í kút og sparkað henni út á hafsauga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 13:00 Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks á Meistaravöllum. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann loks sigur á KR er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta þann 25. apríl síðastliðinn. Þau mætast á nýjan leik á Kópavogsvelli í kvöld og getur topplið deildarinnar endanlega kveðið KR-grýlu sína í kútinn. Fyrir leikinn á Meistaravöllum undir lok apríl mánaðar höfðu KR-ingar haft gríðarlegt tak á grænklæddum Blikum. Fara þurfti aftur til 7. ágúst 2018 til að finna síðasta sigur Breiðabliks. Nú er öldin önnur og meira að segja hörðustu KR-ingar eiga erfitt með að sjá liðið ná í úrslit í kvöld. Á meðan Breiðablik hefur verið svo gott sem óstöðvandi í sumar, ef frá er talinn einn leikur á Hlíðarenda, þá hefur KR hikstað. Spilamennska KR-inga hefur á löngum köflum verið ágæt í sumar en illa hefur gengið að koma tuðrunni yfir línuna. Sem dæmi má benda á fyrri leik liðanna en þar hafði KR mikla yfirburði í fyrri hálfleik en eftir að Breiðablik komst yfir í upphafi þess síðari var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Skýrslan@KRreykjavik - @BreidablikFC pic.twitter.com/38UHEzqZAs— Besta deildin (@bestadeildin) April 26, 2022 Sá leikur kom sérstaklega á óvart þar sem Breiðablik spilaði töluvert einfaldari bolta en oft áður. Það virkaði heldur betur þar sem tvíeykið úr Mosfellsbæ – Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson – sáu um að tryggja stigin þrjú. Breiðablik mun eflaust leggja upp með stífari sóknarleik á Kópavogsvelli í kvöld enda mæta KR-ingar heldur vængbrotnir til leiks. Kristinn Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson eru fjarri góðu gamni. Þá er spurning hversu leikfærir Pálmi Rafn Pálmason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason eru. Kristinn Jónsson verður ekki með KR í kvöld.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn missti af leiknum gegn ÍA en spilaði svo allan leikinn gegn Stjörnunni á mánudaginn var. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu gegn ÍA, í fyrsta skipti í sumar, en þurfti að koma af velli. Hann spilaði svo síðustu mínúturnar gegn Stjörnunni. Kjartan Henry var svo tekinn af velli gegn Stjörnunni þegar KR vantaði mark en skömmu áður ku hann hafa beðist undan við að taka vítaspyrnu sem fór svo forgörðum. Þó Blikar hafi hikstað eftir að Besta deildin fór aftur af stað eftir landsleikjahlé þá minnti liðið heldur betur á sig gegn KA á mánudag. Nú er komið að því að kveða KR-grýluna endanlega í kútinn og sparka henni svo langt í burtu að hún sést aldrei aftur. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fyrir leikinn á Meistaravöllum undir lok apríl mánaðar höfðu KR-ingar haft gríðarlegt tak á grænklæddum Blikum. Fara þurfti aftur til 7. ágúst 2018 til að finna síðasta sigur Breiðabliks. Nú er öldin önnur og meira að segja hörðustu KR-ingar eiga erfitt með að sjá liðið ná í úrslit í kvöld. Á meðan Breiðablik hefur verið svo gott sem óstöðvandi í sumar, ef frá er talinn einn leikur á Hlíðarenda, þá hefur KR hikstað. Spilamennska KR-inga hefur á löngum köflum verið ágæt í sumar en illa hefur gengið að koma tuðrunni yfir línuna. Sem dæmi má benda á fyrri leik liðanna en þar hafði KR mikla yfirburði í fyrri hálfleik en eftir að Breiðablik komst yfir í upphafi þess síðari var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Skýrslan@KRreykjavik - @BreidablikFC pic.twitter.com/38UHEzqZAs— Besta deildin (@bestadeildin) April 26, 2022 Sá leikur kom sérstaklega á óvart þar sem Breiðablik spilaði töluvert einfaldari bolta en oft áður. Það virkaði heldur betur þar sem tvíeykið úr Mosfellsbæ – Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson – sáu um að tryggja stigin þrjú. Breiðablik mun eflaust leggja upp með stífari sóknarleik á Kópavogsvelli í kvöld enda mæta KR-ingar heldur vængbrotnir til leiks. Kristinn Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson eru fjarri góðu gamni. Þá er spurning hversu leikfærir Pálmi Rafn Pálmason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason eru. Kristinn Jónsson verður ekki með KR í kvöld.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn missti af leiknum gegn ÍA en spilaði svo allan leikinn gegn Stjörnunni á mánudaginn var. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu gegn ÍA, í fyrsta skipti í sumar, en þurfti að koma af velli. Hann spilaði svo síðustu mínúturnar gegn Stjörnunni. Kjartan Henry var svo tekinn af velli gegn Stjörnunni þegar KR vantaði mark en skömmu áður ku hann hafa beðist undan við að taka vítaspyrnu sem fór svo forgörðum. Þó Blikar hafi hikstað eftir að Besta deildin fór aftur af stað eftir landsleikjahlé þá minnti liðið heldur betur á sig gegn KA á mánudag. Nú er komið að því að kveða KR-grýluna endanlega í kútinn og sparka henni svo langt í burtu að hún sést aldrei aftur. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira