Matvælaverð hækkar hratt Erna Bjarnadóttir skrifar 23. júní 2022 14:01 Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda. Hér á landi er hins vegar það sérvandamál að hækkanir á húsnæðisverði eiga ríkan þátt í verðbólgunni þótt verð á öðrum vörum og þjónustu sé einnig á uppleið. Í verðbólgunni verður fjölmiðlum iðulega starsýnt á hækkanir á matvælaverði, enda finna allar fjölskyldur landsins fyrir þeim. Sumir fjölmiðlar reyna stundum að gera íslenskan landbúnað að sérstökum blóraböggli í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í þeirri verðbólgugusu sem nú stendur yfir hafa landbúnaðarvörur á Íslandi hækkað minna en erlendis. Einfaldast er að bera saman þróunina í Danmörku og á Íslandi þar sem upplýsingar frá hagstofum beggja landa eru settar fram með nokkuð sambærilegum hætti. Í meðfylgjandi töflu má lesa um þær hækkanir sem orðið hafa sl. 12 mánuði á vísitölu neysluverðs (VN) og undirvísitölum nokkurra matvæla. Almenn verðbólguþróun á Íslandi síðastliðna 12 mánuði hefur verið hefur verið mjög svipuð og í Danmörku. Hér á Íslandi hækkaði VN um 7,6% frá maí 2021 til maí 2022 en um 7,4% í Danmörku. Þegar litið er á breytingar á matvöruverði blasir hins vegar önnur mynd við. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 10,1% í Danmörku en 6,2% á Íslandi. Kjöt hækkaði um 12% í Danmörku en 8,5% á Íslandi, mjólk um 18,3% í Danmörku en 11,9% á Íslandi og ostar um 16,7% í Danmörku en 8,1% á Íslandi. Svipuð hækkun var hins vegar á verði eggja í báðum löndunum. Þessi litla greining dregur glöggt fram að verðþróunin á Íslandi er fjarri því að vera einsdæmi og hér á landi hefur raunar gengið betur, a.m.k. enn sem komið er að halda aftur af verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Verðlag Landbúnaður Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun Seðlabankans þann 22. júní er harkaleg áminning um að verðbólgudraugurinn ríður nú húsum í hagkerfinu. Þessi verðbólga er þó fjarri því að vera séríslenskt vandamál. Öll vesturlönd glíma nú við svipaðan verðbólguvanda. Hér á landi er hins vegar það sérvandamál að hækkanir á húsnæðisverði eiga ríkan þátt í verðbólgunni þótt verð á öðrum vörum og þjónustu sé einnig á uppleið. Í verðbólgunni verður fjölmiðlum iðulega starsýnt á hækkanir á matvælaverði, enda finna allar fjölskyldur landsins fyrir þeim. Sumir fjölmiðlar reyna stundum að gera íslenskan landbúnað að sérstökum blóraböggli í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í þeirri verðbólgugusu sem nú stendur yfir hafa landbúnaðarvörur á Íslandi hækkað minna en erlendis. Einfaldast er að bera saman þróunina í Danmörku og á Íslandi þar sem upplýsingar frá hagstofum beggja landa eru settar fram með nokkuð sambærilegum hætti. Í meðfylgjandi töflu má lesa um þær hækkanir sem orðið hafa sl. 12 mánuði á vísitölu neysluverðs (VN) og undirvísitölum nokkurra matvæla. Almenn verðbólguþróun á Íslandi síðastliðna 12 mánuði hefur verið hefur verið mjög svipuð og í Danmörku. Hér á Íslandi hækkaði VN um 7,6% frá maí 2021 til maí 2022 en um 7,4% í Danmörku. Þegar litið er á breytingar á matvöruverði blasir hins vegar önnur mynd við. Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 10,1% í Danmörku en 6,2% á Íslandi. Kjöt hækkaði um 12% í Danmörku en 8,5% á Íslandi, mjólk um 18,3% í Danmörku en 11,9% á Íslandi og ostar um 16,7% í Danmörku en 8,1% á Íslandi. Svipuð hækkun var hins vegar á verði eggja í báðum löndunum. Þessi litla greining dregur glöggt fram að verðþróunin á Íslandi er fjarri því að vera einsdæmi og hér á landi hefur raunar gengið betur, a.m.k. enn sem komið er að halda aftur af verðhækkunum á landbúnaðarvörum. Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun