Ekki bara minnihlutar í fýlukasti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2022 22:02 Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Vísir/ívar Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur. Í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, á Akureyri, Seltjarnarnesi, Akranesi og í Ölfusi eru nokkrir af hæst launuðu bæjarstjórum landsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs er þarna efst með rúmar 2,5 milljónir á mánuði - og Almar Guðmundsson í Garðabæ fylgir fast á hæla hennar með rétt um 2,5 milljónir. Þau, auk bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru bæði launahærri en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur sem er með 2,3 milljónir á mánuði. Þess má jafnframt geta að ofan á laun allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu leggjast greiðslur fyrir setu í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig skiptast launin miðað við íbúafjölda? Elliði Vignisson í Ölfusi er dýrasti bæjarstjórinn af þeim átta sem hér eru teknir fyrir; launakostnaður deilt á íbúa er 868 krónur. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness er næstdýrastur, 463 krónur á íbúa. Reykvíkingar sleppa best, Dagur kostar 17 krónur á haus - um fimmtíufalt minna en í Ölfusi. Sara Rut Fannarsdóttir Há laun bæjarstjóra sem ganga nú hver á fætur öðrum frá ráðningarsamningum hafa verið gagnrýnd síðustu daga, einkum úr röðum minnihluta og þar á meðal á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn lagði til í vikunni að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 500 þúsund krónur. „Okkur finnst laun bæjarstjóra í svo litlu bæjarfélagi vera alltof há og okkur finnst að við þurfum að fá einhverja almennilega umræðu um það í hverju slík laun felast. Og af hverju erum við að greiða laun upp á yfir tvær milljónir í svo litlu bæjarfélagi,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Aldís Hafsteinsdóttir stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - og sveitarstjóri - sagðist í dag efast um að minnihlutar hefðu frammi sama málflutning sætu þeir á valdastóli. Sigurþóra hafnar þessu. „Við vorum alltaf að horfa á þennan 500 þúsund kall í okkar huga fyrir kosningar, sem við vildum þá setja í góð verkefni. Og það var algjörlega klárt í okkar röðum að við hefðum breytt því,“ segir Sigurþóra. Þannig að þetta eru ekki bara minnihlutar í fýlukasti? „Nei, alls ekki.“ Horfa má á fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Seltjarnarnes Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, á Akureyri, Seltjarnarnesi, Akranesi og í Ölfusi eru nokkrir af hæst launuðu bæjarstjórum landsins, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs er þarna efst með rúmar 2,5 milljónir á mánuði - og Almar Guðmundsson í Garðabæ fylgir fast á hæla hennar með rétt um 2,5 milljónir. Þau, auk bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru bæði launahærri en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur sem er með 2,3 milljónir á mánuði. Þess má jafnframt geta að ofan á laun allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu leggjast greiðslur fyrir setu í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig skiptast launin miðað við íbúafjölda? Elliði Vignisson í Ölfusi er dýrasti bæjarstjórinn af þeim átta sem hér eru teknir fyrir; launakostnaður deilt á íbúa er 868 krónur. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness er næstdýrastur, 463 krónur á íbúa. Reykvíkingar sleppa best, Dagur kostar 17 krónur á haus - um fimmtíufalt minna en í Ölfusi. Sara Rut Fannarsdóttir Há laun bæjarstjóra sem ganga nú hver á fætur öðrum frá ráðningarsamningum hafa verið gagnrýnd síðustu daga, einkum úr röðum minnihluta og þar á meðal á Seltjarnarnesi þar sem minnihlutinn lagði til í vikunni að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 500 þúsund krónur. „Okkur finnst laun bæjarstjóra í svo litlu bæjarfélagi vera alltof há og okkur finnst að við þurfum að fá einhverja almennilega umræðu um það í hverju slík laun felast. Og af hverju erum við að greiða laun upp á yfir tvær milljónir í svo litlu bæjarfélagi,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Aldís Hafsteinsdóttir stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - og sveitarstjóri - sagðist í dag efast um að minnihlutar hefðu frammi sama málflutning sætu þeir á valdastóli. Sigurþóra hafnar þessu. „Við vorum alltaf að horfa á þennan 500 þúsund kall í okkar huga fyrir kosningar, sem við vildum þá setja í góð verkefni. Og það var algjörlega klárt í okkar röðum að við hefðum breytt því,“ segir Sigurþóra. Þannig að þetta eru ekki bara minnihlutar í fýlukasti? „Nei, alls ekki.“ Horfa má á fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Seltjarnarnes Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58 Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20 Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Rangt að leggja umræðuna upp að sveitarstjórar séu afætur á íslensku samfélagi Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin. 24. júní 2022 08:58
Of há laun fyrir lítið bæjarfélag í fjárhagserfiðleikum Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði. 23. júní 2022 14:20
Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15. júní 2022 13:48