Aldrei fleiri mæður á EM: „Eitthvað sem ætti að hvetja allar konur áfram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2022 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir ræddu við breska ríkisútvarpið um það hvernig það er að vera atvinnukona í fótbolta og móðir. Vísir/Hulda Margrét Aldrei áður hafa jafn margar mæður tekið þátt í Evrópumeistaramótinu í fótbolta en munu taka þátt á EM í Englandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ísland er sú þjóð sem er með flestar mæður í sínum leikmannahóp, eða fimm talsins. Þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera mæður sem munu leika með íslenska landsliðinu á EM í fótbolta. Það er BBC sem bendir á þá staðreynd að aldrei hefi fleiri mæður tekið þátt á EM í fótbolta, en breska ríkisútvarpið ræddi þessi mál einnig við þær Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Ég man að við vorum held ég sex leikmenn sem sátum að drekka kaffi og ræða um okkar reynslu af fæðingum,“ sagði Sara í samtali við BBC. „Þegar maður á einhverjar fyrirmyndir sem eru að spila í háum gæðaflokki og eignast börn og koma aftur í landsliðið, það gerði mikið fyrir mig. Við búum allar yfir mismunandi reynslu af þessu, en að vita að þær hafi gengið í gegnum þetta, það hvatti mig áfram og gerir það enn. Það er eitthvað sem ætti að hverja allar konur áfram.“ Erfiðasta sem hún hefur gert, en elskar það Sara Björk nýtur lífsins á frönsku kaffihúsi með syni sínum.Instagram/@sarabjork90 Að vera atvinnukona í knattpyrnu í bland við það að ala upp barn er þó ekki alltaf auðvelt og Sara segir þetta oft hafa tekið á. Barnsfaðir hennar, Árni Vilhjálmsson, lék á seinasta tímabili með Rodez í frönsku B-deildinni, rúmum 400 kílómetrum frá heimili þeirra í Lyon. Árni gat því aðeins verið heima að sinna uppeldinu örfáa daga í viku og Sara segist oft hafa verið orðin algjörlega örmagna. „Ég ætla að vera hreinskilin og segja að ég hafi lent á vegg þrisvar eða fjórum sinnum þar sem ég brotnaði niður af því að ég var búinn á því bæði andlega og líkamlega,“ sagði Sara. „En á sama tíma hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm. Þetta er svo mikill tilfinningarússíbani. Ég er virkilega stolt af þessum tíma af því að ég lagði svo hart að mér til að komast aftur í formið sem ég er komin í og hef sýnt öðrum að það er hægt að vera atvinnukona í fótbolta og móðir á sama tíma.“ „Þetta er erfitt. Það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma þá elska ég þetta. Þetta er besta tilfinning í heimi,“ sagði Sara Björk að lokum. „Ert ekki bara að fá leikmann, heldur heila fjölskyldu“ Dagný Brynjarsdóttir gengur inn á völlinn fyrir leik West Ham með syni sínum.Instagram/@dagnybrynjars Dagný Brynjarsdóttir ræddi einnig við BBC, en hún segir það mikilvægt að hafa gott stuðningsnet þegar þú ert móðir og atvinnukona í fótbolta. Árið 2017 birtust niðurstöður úr rannsókn þar sem kom í ljós að aðeins tvö prósent leikmanna í kvennaboltanum væru mæður. Margar konur hafa hreinlega þurft að hætta knattspyrnuiðkun eftir barnsburð þar sem lög og reglur um fæðingaorlof og annan stuðning eru af skornum skammti. Þær reglur eru þó að breytast til hins betra og leikmannasamtökin FIFPRO telja það skref í rétta átt. „Þú verður að hafa gott stuðningsnet og spila fyrir félag sem er tilbúið að styðja þig,“ sagði Dagný í samtali sínu við BBC. „Þegar þú færð móður inn í liðið þá ertu ekki bara að fá leikmann til félagsins, heldur heila fjölskyldu. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þær eru ekki að hugsa um fótbolta allan daginn. Þær þurfa að halda mörgum boltum á lofti og það getur verið erfitt.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera mæður sem munu leika með íslenska landsliðinu á EM í fótbolta. Það er BBC sem bendir á þá staðreynd að aldrei hefi fleiri mæður tekið þátt á EM í fótbolta, en breska ríkisútvarpið ræddi þessi mál einnig við þær Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Ég man að við vorum held ég sex leikmenn sem sátum að drekka kaffi og ræða um okkar reynslu af fæðingum,“ sagði Sara í samtali við BBC. „Þegar maður á einhverjar fyrirmyndir sem eru að spila í háum gæðaflokki og eignast börn og koma aftur í landsliðið, það gerði mikið fyrir mig. Við búum allar yfir mismunandi reynslu af þessu, en að vita að þær hafi gengið í gegnum þetta, það hvatti mig áfram og gerir það enn. Það er eitthvað sem ætti að hverja allar konur áfram.“ Erfiðasta sem hún hefur gert, en elskar það Sara Björk nýtur lífsins á frönsku kaffihúsi með syni sínum.Instagram/@sarabjork90 Að vera atvinnukona í knattpyrnu í bland við það að ala upp barn er þó ekki alltaf auðvelt og Sara segir þetta oft hafa tekið á. Barnsfaðir hennar, Árni Vilhjálmsson, lék á seinasta tímabili með Rodez í frönsku B-deildinni, rúmum 400 kílómetrum frá heimili þeirra í Lyon. Árni gat því aðeins verið heima að sinna uppeldinu örfáa daga í viku og Sara segist oft hafa verið orðin algjörlega örmagna. „Ég ætla að vera hreinskilin og segja að ég hafi lent á vegg þrisvar eða fjórum sinnum þar sem ég brotnaði niður af því að ég var búinn á því bæði andlega og líkamlega,“ sagði Sara. „En á sama tíma hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm. Þetta er svo mikill tilfinningarússíbani. Ég er virkilega stolt af þessum tíma af því að ég lagði svo hart að mér til að komast aftur í formið sem ég er komin í og hef sýnt öðrum að það er hægt að vera atvinnukona í fótbolta og móðir á sama tíma.“ „Þetta er erfitt. Það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma þá elska ég þetta. Þetta er besta tilfinning í heimi,“ sagði Sara Björk að lokum. „Ert ekki bara að fá leikmann, heldur heila fjölskyldu“ Dagný Brynjarsdóttir gengur inn á völlinn fyrir leik West Ham með syni sínum.Instagram/@dagnybrynjars Dagný Brynjarsdóttir ræddi einnig við BBC, en hún segir það mikilvægt að hafa gott stuðningsnet þegar þú ert móðir og atvinnukona í fótbolta. Árið 2017 birtust niðurstöður úr rannsókn þar sem kom í ljós að aðeins tvö prósent leikmanna í kvennaboltanum væru mæður. Margar konur hafa hreinlega þurft að hætta knattspyrnuiðkun eftir barnsburð þar sem lög og reglur um fæðingaorlof og annan stuðning eru af skornum skammti. Þær reglur eru þó að breytast til hins betra og leikmannasamtökin FIFPRO telja það skref í rétta átt. „Þú verður að hafa gott stuðningsnet og spila fyrir félag sem er tilbúið að styðja þig,“ sagði Dagný í samtali sínu við BBC. „Þegar þú færð móður inn í liðið þá ertu ekki bara að fá leikmann til félagsins, heldur heila fjölskyldu. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þær eru ekki að hugsa um fótbolta allan daginn. Þær þurfa að halda mörgum boltum á lofti og það getur verið erfitt.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira