Norska knattspyrnusambandið segir frá því að Lisa Naalsund muni missa af Evrópumótinu vegna meiðsla.
Hún meiddist á kálfa í 2-0 sigri á Nýja Sjálandi í æfingarleik í Osló um helgina. Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en nógu alvarleg til að taka af henni næstu sex til átta vikur eða einmitt þann tíma sem Evrópumótið stendur yfir.
Lisa Naalsund spilar á miðjunni og er liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur og Svövu Rósar Guðmundsdóttur hjá Brann en báðar íslensku stelpurnar eru einmitt í EM-hóp Íslands.
„Við erum mjög leið yfir því að meiðsli Lisu verði til þess að hún missi af EM. Hún er búin að eiga gott tímabil með Bann og er mikilvægur leikmaður fyrir okkar lið. Við sókum henni góðs bata og bíðum spennt eftir að sjá hana aftur á vellinum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Martin Sjögren.
„Ég er mjög vonsvikin akkúrat núna. Mér fannst ég vera í góðu formi og var búin að hlakka mikil til Evrópumótsins í Englandi. Meiðsli eru hluti af fótboltanum og því miður hafði ég ekki heppnina með sér. Ég mun styðja stelpurnar heiman frá mér og get ekki beðið eftir að snúa aftur,“ sagði Lisa Naalsund.
Í stað Lisu kemur annar liðsfélagi íslenskrar landsliðskonu en það er Thea Bjelde, liðsfélagi Ingibjargar Sigurðardóttur hjá Vålerenga.