Vaktin: Loftárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 27. júní 2022 08:31 Skjáskot af myndbandi sem birt var af verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Óttast er að tala látinna sé ansi há en talið er að rúmlega eitt þúsund manns hafi verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Kyiv Independent Serhai Haidai, ríkisstjóri Luhansk, hefur hvatt íbúa Lysychansk til að yfirgefa borgina og segir ástandið afar erfitt. „Bjargið sjálfum ykkur og ástvinum. Passið upp á börnin. Þið getið verið fullviss um að það verður séð um ykkur í öruggum borgum Úkraínu.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira