Álfar á sveimi í Eyjafirði í kringum Álfasetrið í Arnarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júní 2022 20:05 Eygló er alltaf hress og skemmtileg enda hlær hún mikið og hefur gaman af öllum álfunum sínum og þeim ferðamönnum, sem koma til hennar til að fræðast um þá og þeirra líferni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álfar eiga allan hug Eyglóar Jóhannesdóttur í Arnarnesi í Eyjafirði, sem hefur málað myndir af þeim og hittir þá reglulega í sveitinni sinni enda er hún með álfasetur á bænum. Eygló og maður hennar, Jósavin Heiðmann Arason eru með gistiheimili og ferðaþjónustu á bænum sínum, sem þau hafa rekið í nokkur ár. Alls staðar eru álfar eða eitthvað sem minnir á álfa og víddir þeirra á staðnum og upp á vegg eru nokkrar myndir af álfum, sem Eygló hefur málað. „Myndlistarkennarinn minn, hann Örn Ingi setti mér það verkefni að mála nágranna mína. Þetta eru sem sagt nágrannar mínir hérna. Ég tengdi mig inn á verurnar eða víddirnar hérna í kring og þeir komu og sögðu mér hvernig þeir lifðu og hvað þeir væru búnir að vera hérna lengi og annað,“ segir Eygló um leið og hún datt út í smástund því hún sá álf. Álfar, sem Eygló hefur teiknað og málað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló býður upp á álfagöngur við bæinn sinn, sem eru mjög vinsælar og svo er hægt að fá sérstaka álfafræðslu hjá henni, af hverju við trúum á álfa á Íslandi og hún er líka með álfaheilun en þá finnur fólk fyrir álfunum. En þá er spurningin, eru álfar til eða ekki? „Þetta er náttúrulega sitthvor víddin, við erum bara í einni vídd og þeir í annarri og það er ekkert víst, ég tel að þeir viti ekkert endilega af okkur frekar en við af þeim. Það er bara einn og einn af þeirra vídd, sem veit af okkur.“ Ertu að trúa þessu eða ertu í ruglinu? „Ég trúi þessu, ég get ekki ímyndað mér að maðurinn sé sá eini, sem hefur rétt til þess að lifa á þessari jörð, ég hef enga trú á því,“ segir Eygló brosandi. Hér má sjá upplýsingar um það sem er í boði í Arnarnesi í Eyjafirði Eyjafjarðarsveit Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eygló og maður hennar, Jósavin Heiðmann Arason eru með gistiheimili og ferðaþjónustu á bænum sínum, sem þau hafa rekið í nokkur ár. Alls staðar eru álfar eða eitthvað sem minnir á álfa og víddir þeirra á staðnum og upp á vegg eru nokkrar myndir af álfum, sem Eygló hefur málað. „Myndlistarkennarinn minn, hann Örn Ingi setti mér það verkefni að mála nágranna mína. Þetta eru sem sagt nágrannar mínir hérna. Ég tengdi mig inn á verurnar eða víddirnar hérna í kring og þeir komu og sögðu mér hvernig þeir lifðu og hvað þeir væru búnir að vera hérna lengi og annað,“ segir Eygló um leið og hún datt út í smástund því hún sá álf. Álfar, sem Eygló hefur teiknað og málað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló býður upp á álfagöngur við bæinn sinn, sem eru mjög vinsælar og svo er hægt að fá sérstaka álfafræðslu hjá henni, af hverju við trúum á álfa á Íslandi og hún er líka með álfaheilun en þá finnur fólk fyrir álfunum. En þá er spurningin, eru álfar til eða ekki? „Þetta er náttúrulega sitthvor víddin, við erum bara í einni vídd og þeir í annarri og það er ekkert víst, ég tel að þeir viti ekkert endilega af okkur frekar en við af þeim. Það er bara einn og einn af þeirra vídd, sem veit af okkur.“ Ertu að trúa þessu eða ertu í ruglinu? „Ég trúi þessu, ég get ekki ímyndað mér að maðurinn sé sá eini, sem hefur rétt til þess að lifa á þessari jörð, ég hef enga trú á því,“ segir Eygló brosandi. Hér má sjá upplýsingar um það sem er í boði í Arnarnesi í Eyjafirði
Eyjafjarðarsveit Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira