Gögnin segja ólíklegt að Ísland nái upp úr sínum riðli á EM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 13:30 Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær og mætir Póllandi í vináttulandsleik á morgun. Fyrsti leikur á EM er sunnudaginn 10. júlí klukkan 16. vísir/vilhelm Það eru 29% líkur á að Ísland komist upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta en afar ólíklegt er að liðið komist lengra en það. Innan við 1% líkur eru á að Íslendingar fagni Evrópumeistaratitli um verslunarmannahelgina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í spálíkani íþróttagreiningadeildar hins virta, belgíska háskóla KU Leuven. Með því að nýta úrslit leikja landsliðanna sextán sem spila á EM, og gefa þeim vægi eftir tegund leikja, styrk andstæðinga og dagsetningu, var niðurstaðan sú eftir 20.000 ítranir að sænska landsliðið væri líklegast til að verða Evrópumeistari. Samkvæmt úttektinni eru 27% líkur á að Svíar verði Evrópumeistarar og 24% líkur á að Frakkar, sem leika í riðli með Íslandi, landi titlinum í fyrsta sinn. Spánn (14%), England (14%) og Holland (10%) koma næst á eftir en önnur lið eru ekki talin sérstaklega líkleg til að landa titlinum. Taldar eru 29% líkur á að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit en 71% líkur á að liðið ljúki keppni 18. júlí.Skjáskot/dtai.cs.kuleuven.be Ísland nefnt sem eitt liðanna sem gætu komið á óvart Í bloggfærslu á vef KU Leuven er Ísland þó nefnt sem eitt fjögurra liða sem gætu óvænt landað titlinum og bent á að liðið treysti á að hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir nái að láta ljós sitt skína. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi og aðeins tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit. Yfirgnæfandi líkur, eða 93%, eru taldar á því að Frakkar komist upp úr riðlinum. Ítalir eru svo einnig taldir talsvert líklegri en Íslendingar til að komast áfram en 62% líkur eru á að Ítalía fari í 8-liða úrslit og 29% líkur á að Ísland geri það. Aðeins 16% líkur eru taldar á því að Belgía, heimaland KU Leuven, komist áfram. Sex prósent líkur eru á því að Ísland komist í undanúrslit og 2% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Mestu sigurlíkurnar fyrir Ísland eru gegn Belgíu í fyrsta leik, 10. júlí, eða 47%. Taldar eru 26% líkur á sigri gegn Ítalíu 14. júlí en 11% líkur á sigri gegn Frakklandi 18. júlí. Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær. Áður en að EM kemur mun Ísland spila vináttulandsleik gegn Póllandi ytra á morgun, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Úrslitin úr þeim leik sem og öðrum leikjum fram að EM og á meðan á EM stendur verða nýtt til að uppfæra spálíkan KU Leuven háskólans. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31 Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01 Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í spálíkani íþróttagreiningadeildar hins virta, belgíska háskóla KU Leuven. Með því að nýta úrslit leikja landsliðanna sextán sem spila á EM, og gefa þeim vægi eftir tegund leikja, styrk andstæðinga og dagsetningu, var niðurstaðan sú eftir 20.000 ítranir að sænska landsliðið væri líklegast til að verða Evrópumeistari. Samkvæmt úttektinni eru 27% líkur á að Svíar verði Evrópumeistarar og 24% líkur á að Frakkar, sem leika í riðli með Íslandi, landi titlinum í fyrsta sinn. Spánn (14%), England (14%) og Holland (10%) koma næst á eftir en önnur lið eru ekki talin sérstaklega líkleg til að landa titlinum. Taldar eru 29% líkur á að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit en 71% líkur á að liðið ljúki keppni 18. júlí.Skjáskot/dtai.cs.kuleuven.be Ísland nefnt sem eitt liðanna sem gætu komið á óvart Í bloggfærslu á vef KU Leuven er Ísland þó nefnt sem eitt fjögurra liða sem gætu óvænt landað titlinum og bent á að liðið treysti á að hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir nái að láta ljós sitt skína. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi og aðeins tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit. Yfirgnæfandi líkur, eða 93%, eru taldar á því að Frakkar komist upp úr riðlinum. Ítalir eru svo einnig taldir talsvert líklegri en Íslendingar til að komast áfram en 62% líkur eru á að Ítalía fari í 8-liða úrslit og 29% líkur á að Ísland geri það. Aðeins 16% líkur eru taldar á því að Belgía, heimaland KU Leuven, komist áfram. Sex prósent líkur eru á því að Ísland komist í undanúrslit og 2% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Mestu sigurlíkurnar fyrir Ísland eru gegn Belgíu í fyrsta leik, 10. júlí, eða 47%. Taldar eru 26% líkur á sigri gegn Ítalíu 14. júlí en 11% líkur á sigri gegn Frakklandi 18. júlí. Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær. Áður en að EM kemur mun Ísland spila vináttulandsleik gegn Póllandi ytra á morgun, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Úrslitin úr þeim leik sem og öðrum leikjum fram að EM og á meðan á EM stendur verða nýtt til að uppfæra spálíkan KU Leuven háskólans.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31 Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01 Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31
Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01
Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01