Gögnin segja ólíklegt að Ísland nái upp úr sínum riðli á EM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 13:30 Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær og mætir Póllandi í vináttulandsleik á morgun. Fyrsti leikur á EM er sunnudaginn 10. júlí klukkan 16. vísir/vilhelm Það eru 29% líkur á að Ísland komist upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta en afar ólíklegt er að liðið komist lengra en það. Innan við 1% líkur eru á að Íslendingar fagni Evrópumeistaratitli um verslunarmannahelgina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í spálíkani íþróttagreiningadeildar hins virta, belgíska háskóla KU Leuven. Með því að nýta úrslit leikja landsliðanna sextán sem spila á EM, og gefa þeim vægi eftir tegund leikja, styrk andstæðinga og dagsetningu, var niðurstaðan sú eftir 20.000 ítranir að sænska landsliðið væri líklegast til að verða Evrópumeistari. Samkvæmt úttektinni eru 27% líkur á að Svíar verði Evrópumeistarar og 24% líkur á að Frakkar, sem leika í riðli með Íslandi, landi titlinum í fyrsta sinn. Spánn (14%), England (14%) og Holland (10%) koma næst á eftir en önnur lið eru ekki talin sérstaklega líkleg til að landa titlinum. Taldar eru 29% líkur á að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit en 71% líkur á að liðið ljúki keppni 18. júlí.Skjáskot/dtai.cs.kuleuven.be Ísland nefnt sem eitt liðanna sem gætu komið á óvart Í bloggfærslu á vef KU Leuven er Ísland þó nefnt sem eitt fjögurra liða sem gætu óvænt landað titlinum og bent á að liðið treysti á að hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir nái að láta ljós sitt skína. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi og aðeins tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit. Yfirgnæfandi líkur, eða 93%, eru taldar á því að Frakkar komist upp úr riðlinum. Ítalir eru svo einnig taldir talsvert líklegri en Íslendingar til að komast áfram en 62% líkur eru á að Ítalía fari í 8-liða úrslit og 29% líkur á að Ísland geri það. Aðeins 16% líkur eru taldar á því að Belgía, heimaland KU Leuven, komist áfram. Sex prósent líkur eru á því að Ísland komist í undanúrslit og 2% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Mestu sigurlíkurnar fyrir Ísland eru gegn Belgíu í fyrsta leik, 10. júlí, eða 47%. Taldar eru 26% líkur á sigri gegn Ítalíu 14. júlí en 11% líkur á sigri gegn Frakklandi 18. júlí. Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær. Áður en að EM kemur mun Ísland spila vináttulandsleik gegn Póllandi ytra á morgun, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Úrslitin úr þeim leik sem og öðrum leikjum fram að EM og á meðan á EM stendur verða nýtt til að uppfæra spálíkan KU Leuven háskólans. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31 Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01 Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í spálíkani íþróttagreiningadeildar hins virta, belgíska háskóla KU Leuven. Með því að nýta úrslit leikja landsliðanna sextán sem spila á EM, og gefa þeim vægi eftir tegund leikja, styrk andstæðinga og dagsetningu, var niðurstaðan sú eftir 20.000 ítranir að sænska landsliðið væri líklegast til að verða Evrópumeistari. Samkvæmt úttektinni eru 27% líkur á að Svíar verði Evrópumeistarar og 24% líkur á að Frakkar, sem leika í riðli með Íslandi, landi titlinum í fyrsta sinn. Spánn (14%), England (14%) og Holland (10%) koma næst á eftir en önnur lið eru ekki talin sérstaklega líkleg til að landa titlinum. Taldar eru 29% líkur á að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit en 71% líkur á að liðið ljúki keppni 18. júlí.Skjáskot/dtai.cs.kuleuven.be Ísland nefnt sem eitt liðanna sem gætu komið á óvart Í bloggfærslu á vef KU Leuven er Ísland þó nefnt sem eitt fjögurra liða sem gætu óvænt landað titlinum og bent á að liðið treysti á að hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir nái að láta ljós sitt skína. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi og aðeins tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit. Yfirgnæfandi líkur, eða 93%, eru taldar á því að Frakkar komist upp úr riðlinum. Ítalir eru svo einnig taldir talsvert líklegri en Íslendingar til að komast áfram en 62% líkur eru á að Ítalía fari í 8-liða úrslit og 29% líkur á að Ísland geri það. Aðeins 16% líkur eru taldar á því að Belgía, heimaland KU Leuven, komist áfram. Sex prósent líkur eru á því að Ísland komist í undanúrslit og 2% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Mestu sigurlíkurnar fyrir Ísland eru gegn Belgíu í fyrsta leik, 10. júlí, eða 47%. Taldar eru 26% líkur á sigri gegn Ítalíu 14. júlí en 11% líkur á sigri gegn Frakklandi 18. júlí. Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær. Áður en að EM kemur mun Ísland spila vináttulandsleik gegn Póllandi ytra á morgun, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Úrslitin úr þeim leik sem og öðrum leikjum fram að EM og á meðan á EM stendur verða nýtt til að uppfæra spálíkan KU Leuven háskólans.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31 Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01 Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31
Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01
Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01