Höfnuðu Degi en hleyptu Hollandi og Slóveníu á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 14:01 Dagur Sigurðsson og hans menn voru sviptir tækifærinu til að komast inn á HM og fengu ekki boðsæti frá IHF. Getty/Slavko Midzor Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur nú tekið ákvörðun um það hvaða tvö landslið fá sérstök boðsæti (e. Wild Card) á HM karla sem fram fer í byrjun næsta árs, í Svíþjóð og Póllandi. Eins og ljóst varð í apríl verður Ísland með á HM og í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Katowice í Póllandi á laugardaginn. Það þýðir að Ísland sleppur við að vera í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Noregi og Þýskalandi, sem og verðandi Afríkumeisturum sem krýndir verða í júlí. Holland og Slóvenía bættust í dag í hóp þeirra liða sem verða á HM. Ákvörðun IHF byggir meðal annars á árangri landsliða á stórmótum síðustu ár og þróun handboltaíþróttarinnar í viðkomandi löndum. Holland tapaði naumlega gegn Portúgal í HM-umspilinu í apríl, samtals 65-61, í síðustu leikjum sínum undir stjórn Erlings Richardssonar. Slóvenía tapaði í sama umspili gegn Serbíu, samtals 57-51. Misstu af möguleikanum vegna hópsmits Ákvörðun IHF hefur í för með sér að úti er um vonir Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í landsliði Japan um að komast á HM. Japanir neyddust til að hætta við keppni á Asíumótinu í janúar, vegna hópsmits af kórónuveirunni, og höfðu því ekki möguleika á að vinna sér inn HM-sæti með árangri á því móti. Japanir missa því af HM eftir að hafa verið með á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð. Ljóst er að fleiri lönd vonuðust eftir boðsæti á HM en IHF gefur ekki upp hvaða lönd það voru. Ísland í efsta flokki Alls hafa 26 landslið nú fengið sæti á HM en enn eru sex laus sæti. Verðandi Norður-Ameríkumeistarar, sem krýndir verða 1. júlí, fá eitt sæti. Fimm Afríkuþjóðir bætast svo við eftir Afríkumótið í Egyptalandi 11.-18. júlí, en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Svona líta styrkleikaflokkarnir fjórir út fyrir dráttinn á laugardag: Flokkur 1: Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Frakkland, Noregur, ÍSLAND, Þýskaland, Afríka 1. Flokkur 2: Katar, Króatía, Belgía, Brasilía, Portúgal, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía. Flokkur 3: Serbía, Ungverjaland, Argentína, Brasilía, Barein, Sádi-Arabía, Afríka 2, Síle, Afríka 3. Flokkur 4: Úrúgvæ, Afríka 4, Íran, Suður-Kórea, Norður-Ameríkumeistararnir, Holland, Slóvenía. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Eins og ljóst varð í apríl verður Ísland með á HM og í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Katowice í Póllandi á laugardaginn. Það þýðir að Ísland sleppur við að vera í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Noregi og Þýskalandi, sem og verðandi Afríkumeisturum sem krýndir verða í júlí. Holland og Slóvenía bættust í dag í hóp þeirra liða sem verða á HM. Ákvörðun IHF byggir meðal annars á árangri landsliða á stórmótum síðustu ár og þróun handboltaíþróttarinnar í viðkomandi löndum. Holland tapaði naumlega gegn Portúgal í HM-umspilinu í apríl, samtals 65-61, í síðustu leikjum sínum undir stjórn Erlings Richardssonar. Slóvenía tapaði í sama umspili gegn Serbíu, samtals 57-51. Misstu af möguleikanum vegna hópsmits Ákvörðun IHF hefur í för með sér að úti er um vonir Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í landsliði Japan um að komast á HM. Japanir neyddust til að hætta við keppni á Asíumótinu í janúar, vegna hópsmits af kórónuveirunni, og höfðu því ekki möguleika á að vinna sér inn HM-sæti með árangri á því móti. Japanir missa því af HM eftir að hafa verið með á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð. Ljóst er að fleiri lönd vonuðust eftir boðsæti á HM en IHF gefur ekki upp hvaða lönd það voru. Ísland í efsta flokki Alls hafa 26 landslið nú fengið sæti á HM en enn eru sex laus sæti. Verðandi Norður-Ameríkumeistarar, sem krýndir verða 1. júlí, fá eitt sæti. Fimm Afríkuþjóðir bætast svo við eftir Afríkumótið í Egyptalandi 11.-18. júlí, en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Svona líta styrkleikaflokkarnir fjórir út fyrir dráttinn á laugardag: Flokkur 1: Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Frakkland, Noregur, ÍSLAND, Þýskaland, Afríka 1. Flokkur 2: Katar, Króatía, Belgía, Brasilía, Portúgal, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía. Flokkur 3: Serbía, Ungverjaland, Argentína, Brasilía, Barein, Sádi-Arabía, Afríka 2, Síle, Afríka 3. Flokkur 4: Úrúgvæ, Afríka 4, Íran, Suður-Kórea, Norður-Ameríkumeistararnir, Holland, Slóvenía.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira