„Sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 19:16 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með seinni hálfleikinn í sigri Íslands í kvöld. Mynd/Skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með sigur liðsins gegn Póllandi í seinasta leik íslenska landsliðsins áður en Evrópumeistaramótið tekur við. Íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og Þorsteinn einbeitti sér að honum. „Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira