Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2022 21:00 Það náðist mynd á eftirlitsmyndavél þegar eldflaugin sprakk í verslunarmiðstöðinni. AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. Ættingjar og vinir hafa lagt blóm við rústirnar af verslunarmiðstöðinni til minningar um þá sem féllu.AP/Efrem Lukatsky Rússar eru við það að ná yfirráðum yfir öllu Luhansk héraði þar sem síðasta vígið er borgin Lysychansk en Úkraínumenn ráða enn yfir um helmingi Donetsk héraðs. Lysychansk er nánast algerlega umkringd Rússum sem mistókst þó að ráðast inn í borgina í gær. Oleksandr Baybuza er einn fjölmargra sem sakna ástvina eftir sprenginguna í verslunarmiðstöðinni á mánudag. Hann lifir enn í voninni að finna mág sinn á lífi þótt líkurnar séu ekki miklar.AP/Efrem Lukatsky Sumir binda enn vonir við að finna ástvini sina á lífi, eða að minnsta kosti líkamsleifar þeirra, í rústum verslunarmiðstöðvar sem Rússar sprengdu í loft upp meðeldflaug í Kremenchuk á mánudag. Að minnsta kosti átján óbreyttir borgarar létust, um sextíu særðust og tuttugu er saknað. Oleksandr Baybuza leitar að mági sínum en síðast var vitað af honum við störf í verslunarmiðstöðinni á mánudag. „Allir vona að hann sé á lífi, að hann sé særður einhvers staðar. Við missum aldrei vonina og bíðum eftir góðum fréttum. Við vonum að hann sé á lífi," segir Baybuza þar sem hann stendur ásamt fleirum sem eiga um sárt að binda við rústirnar. Möguleikarnir að finna einhvern á lífi eru engir. Vladimir Putin forseti Rússlands sver og sárt við leggur eina ferðina enn að Rússar geri ekki árásir á óbreytta borgara þótt sönnunargögnin blasi við um alla Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Putin Rússlandsforseti heldur hins vegar áfram að þræta fyrir árásir á borgarleg skotmörk þrátt fyrir ógrynni sönnunargagna um hið gagnstæða, bæði í Kremenchuk sem og annars staðar í Úkraínu. „Rússneski herinn gerir ekki árásir á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við vitum vel um staðsetningu skotmarka og með nákvæmum, langdrægum vopnum hæfum við þau. En auðvitað fæ ég nákvæmari upplýsingar við komuna til Moskvu,“ sagði Putin eftir leiðtogafund ríkja við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Aðildarríki NATO hétu Úkraínumönnum enn frekari hernaðarstuðningi á leiðtogafundi i Madrid í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir Breta ætla að auka hernaðaraðstoðina um einn milljarð punda. „Við þurfum að halda ótrauð áfram, halda áfram að styðja Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðunum gagnvart Rússum og hunsa orðræðu Vladimirs Pútíns. Hið eina sem skiptir máli er það sem gerist á vígvellinum,“ sagði Truss í Madrid í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Sjá meira
Ættingjar og vinir hafa lagt blóm við rústirnar af verslunarmiðstöðinni til minningar um þá sem féllu.AP/Efrem Lukatsky Rússar eru við það að ná yfirráðum yfir öllu Luhansk héraði þar sem síðasta vígið er borgin Lysychansk en Úkraínumenn ráða enn yfir um helmingi Donetsk héraðs. Lysychansk er nánast algerlega umkringd Rússum sem mistókst þó að ráðast inn í borgina í gær. Oleksandr Baybuza er einn fjölmargra sem sakna ástvina eftir sprenginguna í verslunarmiðstöðinni á mánudag. Hann lifir enn í voninni að finna mág sinn á lífi þótt líkurnar séu ekki miklar.AP/Efrem Lukatsky Sumir binda enn vonir við að finna ástvini sina á lífi, eða að minnsta kosti líkamsleifar þeirra, í rústum verslunarmiðstöðvar sem Rússar sprengdu í loft upp meðeldflaug í Kremenchuk á mánudag. Að minnsta kosti átján óbreyttir borgarar létust, um sextíu særðust og tuttugu er saknað. Oleksandr Baybuza leitar að mági sínum en síðast var vitað af honum við störf í verslunarmiðstöðinni á mánudag. „Allir vona að hann sé á lífi, að hann sé særður einhvers staðar. Við missum aldrei vonina og bíðum eftir góðum fréttum. Við vonum að hann sé á lífi," segir Baybuza þar sem hann stendur ásamt fleirum sem eiga um sárt að binda við rústirnar. Möguleikarnir að finna einhvern á lífi eru engir. Vladimir Putin forseti Rússlands sver og sárt við leggur eina ferðina enn að Rússar geri ekki árásir á óbreytta borgara þótt sönnunargögnin blasi við um alla Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Putin Rússlandsforseti heldur hins vegar áfram að þræta fyrir árásir á borgarleg skotmörk þrátt fyrir ógrynni sönnunargagna um hið gagnstæða, bæði í Kremenchuk sem og annars staðar í Úkraínu. „Rússneski herinn gerir ekki árásir á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við vitum vel um staðsetningu skotmarka og með nákvæmum, langdrægum vopnum hæfum við þau. En auðvitað fæ ég nákvæmari upplýsingar við komuna til Moskvu,“ sagði Putin eftir leiðtogafund ríkja við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Aðildarríki NATO hétu Úkraínumönnum enn frekari hernaðarstuðningi á leiðtogafundi i Madrid í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir Breta ætla að auka hernaðaraðstoðina um einn milljarð punda. „Við þurfum að halda ótrauð áfram, halda áfram að styðja Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðunum gagnvart Rússum og hunsa orðræðu Vladimirs Pútíns. Hið eina sem skiptir máli er það sem gerist á vígvellinum,“ sagði Truss í Madrid í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Sjá meira
Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53
Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57