Margrét Lára: Vildu ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2022 09:01 Sveindís Jane Jonsdottir fer framhjá varnarmanni Pólverja í leiknum. Sveindís skoraði frábært mark í leiknum sem markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var ánægð með. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Stelpurnar okkar fara inn á Evrópumótið í fótbolta með flottan sigur í farteskinu eftir 3-1 sigur á Póllandi í generalprufu sinni fyrir EM í Englandi. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, segir að það geti verið vandasamt að mæta í svona æfingarleik rétt fyrir mót. Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
Leikurinn á móti Póllandi var eini æfingarleikur íslenska liðsins fyrir EM en liðið hafði samt spilað leiki bæði í vetur og vor. Í lokaundirbúningi liðsins var aftur á móti bara einn leikur. „Það vill enginn meiðast á þessum tímapunkti eða detta út og það getur verið svolítið vandasamt. Líka fyrir þjálfarateymið sem vill ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi. „Við viljum halda föstu leikatriðunum, sem er okkar helsta vopn, svolítið út af fyrir okkur. Löngu innköstin, hornspyrnurnar, aukaspyrnurnar. Við erum virkilega sterkar þar og það er eitt af okkar vopnum,“ sagði Margrét Lára. „Ég myndi haldi að þau vilji halda því leyndu sem og svolítið uppspilinu okkar þar sem við ætlum að koma óvart á þessu Evrópumóti,“ sagði Margrét. En fékk Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, einhver svör við spurningum sem liggja á honum. „Já klárlega. Hann var að prófa Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) til dæmis út á kantinum. Hún hefur verið meira inn á miðjunni en hann er spila með gömlu miðjuna, Dagnýju (Brynjarsdóttur), Söru (Björk Gunnarsdóttur) og Gunnhildi (Yrsu Jónsdóttur). Þær þekkja það vel að spila saman og það var aðeins verið að stilla þá strengi,“ sagði Margrét. „Ég held að Steini hafi fengið mjög jákvæð svör út úr leiknum. Það sem mér finnst jákvætt varðandi sóknarleikinn er að Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) skorar. Hún er búin að vera í smávægilegum meiðslum fyrir mót. Mjög jákvætt að fremsti maður skorar mark og sömuleiðis skoraði Sveindís (Jane Jónsdóttir) gott mark þar sem hún fer fram á styrkleika sínum, tekur manninn á og neglir honum upp í þaknetið,“ sagði Margrét. „Það er því margt mjög jákvætt sem við tökum frá þessu. Svo er bara að stilla enn betur strengina saman og koma með góðu hugarfari og vel stemmdar inn í mótið sem er mikilvægt,“ sagði Margrét.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira