Jordan Peterson í straffi frá Twitter þar til hann eyðir hatursfullri færslu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 11:20 Samkvæmt Twitter hefur Peterson gerst sekur um hatursfulla orðræðu og því hefur hann verið settur í tímabundið straff. Vísir Jordan Peterson hefur verið settur í straff á Twitter í kjölfar færslu sem hann skrifaði um Elliot Page og fór gegn reglum miðilsins um hatursfullt efni. Peterson má ekki skrifa neinar færslur í hálfan sólarhring nema hann eyði færslunni fyrst. Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt. Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt.
Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57