147 umsækjendur um alþjóðlega vernd bíða brottvísunar, þar af 20 börn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 10:55 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hinn 1. júní síðastliðinn biðu 169 einstaklingar frávísunar eða brottvísunar, þar af 22 börn. Af þessum 169 hafa 147 fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, þar af 20 börn. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata. Í svarinu segir að 36 bíði flutnings til Grikklands, 26 til Nígeríu, 12 til Írak, 12 til Ungverjalands og 6 til Pakistan, Gíneu og Ítalíu. „Áréttað er að grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi, enda geta allir einstaklingar sem fengið hafa synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, að undanskildum málum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, farið sjálfviljugir af landi brott,“ segir í svörum dómsmálaráðherra. Þar segir einnig að tíu af einstaklingunum 147 hafi verið búnir að fá útgefið bráðabirgðardvalarleyfi 1. júní en sex hefðu fengið synjun. Arndís Anna spurði að því hvort vinna væri hafin í ráðuneytinu við að finna varanlega lausn fyrir einstaklinga sem hefði verið synjað um alþjóðlega vernd en ekki hefði reynst unnt að flytja úr landi. Ráðuneytið svarar því til að það telji ekki forsvaranlegt að einstaklingar í umræddri stöðu hljóti „varanlega lausn“ að ákveðnum tíma liðnum. „Frá endanlegri niðurstöðu í málum þessara einstaklinga hefur legið fyrir að þeir eiga að yfirgefa landið. Þá hefur þeim staðið til boða að fara sjálfviljugir úr landi og, eins og að framan greinir, með aðstoð stjórnvalda en hafa neitað slíku samstarfi.“ Fréttin hefur verið leiðrétt Í eldri útgáfu stóð að 169 umsækjendur um alþjóðlega vernd biðu frávísunar eða brottvísunar en rétt tala er 147. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu bíða 22 til viðbótar við þessa 147 frávisunar eða brottvísunar en þeir tilheyra ekki þeim hópi sem hefur sótt um alþjóðlega vernd. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata. Í svarinu segir að 36 bíði flutnings til Grikklands, 26 til Nígeríu, 12 til Írak, 12 til Ungverjalands og 6 til Pakistan, Gíneu og Ítalíu. „Áréttað er að grunnforsenda þess að ekki tekst að flytja einstakling úr landi er skortur á samvinnu af hálfu viðkomandi, enda geta allir einstaklingar sem fengið hafa synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, að undanskildum málum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, farið sjálfviljugir af landi brott,“ segir í svörum dómsmálaráðherra. Þar segir einnig að tíu af einstaklingunum 147 hafi verið búnir að fá útgefið bráðabirgðardvalarleyfi 1. júní en sex hefðu fengið synjun. Arndís Anna spurði að því hvort vinna væri hafin í ráðuneytinu við að finna varanlega lausn fyrir einstaklinga sem hefði verið synjað um alþjóðlega vernd en ekki hefði reynst unnt að flytja úr landi. Ráðuneytið svarar því til að það telji ekki forsvaranlegt að einstaklingar í umræddri stöðu hljóti „varanlega lausn“ að ákveðnum tíma liðnum. „Frá endanlegri niðurstöðu í málum þessara einstaklinga hefur legið fyrir að þeir eiga að yfirgefa landið. Þá hefur þeim staðið til boða að fara sjálfviljugir úr landi og, eins og að framan greinir, með aðstoð stjórnvalda en hafa neitað slíku samstarfi.“ Fréttin hefur verið leiðrétt Í eldri útgáfu stóð að 169 umsækjendur um alþjóðlega vernd biðu frávísunar eða brottvísunar en rétt tala er 147. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu bíða 22 til viðbótar við þessa 147 frávisunar eða brottvísunar en þeir tilheyra ekki þeim hópi sem hefur sótt um alþjóðlega vernd.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira