Mané, Mahrez, Keita og Salah tilnefndir sem bestu knattspyrnumenn Afríku Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 10:00 Sadio Mané kyssir bikarinn sem veittur er sigurvegara Afríkumótsins í knattspyrnu GETTY IMAGES Knattspyrnumaður Afríku verður valinn aftur í ár en fella þurfti niður verðlaunaafhendingar áranna 2020 og 2021 vegna Covid 19 heimsfaraldursins. Tilnefningar til verðlaunanna voru gefnar út í vikunni sem leið Afríska knattspyrnusambandið tilnefndi 30 leikmenn frá 13 löndum Afríku sem koma til greina til þess að hljóta nafnbótina Knattspyrnumaður Afríku árið 2022. Senegalska landsliðið er efsta landsliðið frá Afríku á heimslista FIFA og ríkjandi Afríkumeistarar og á landið flesta fulltrúa á listanum en alls koma fimm leikmenn frá Senegal til greina. Þeirra á meðal er nýjasti leikmaður Bayern München Sadio Mané en hann þykir sigurstranglegur eftir að hafa leitt þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu 2021 og verið valinn leikmaður mótsins. 1 3 3 1 2 4 1 1 3 4 1 5 130 players from 13 countries contending to sit on the throne of African football. Your preliminary nominations for the #CAFAwards2022 Player of the Year pic.twitter.com/FZGiM7ugxP— CAF (@CAF_Online) June 30, 2022 Athygli vekur að Ghana, sem er talin ein af stærri knattspyrnuþjóðum álfunnar, á ekki einn leikmann á listanum yfir tilnefnda leikmenn. Liðið komst ekki upp úr riðlakeppni Afríkumótsins á síðasta ári og getur það haft sitt að segja varðandi þá staðreynd að enginn leikmaður Ghana komist á listann. Enska úrvalsdeildin er sú deild sem á flesta leikmenn tilnefnda en átta leikmenn úr deildinni eru tilnefndir eða níu ef talinn er með Sadio Mané sem nýverið skipti frá Liverpool yfir til Bayern München. Á meðal leikmanna úr ensku úvalsdeildinni eru Riyad Mahrez leikmaður Englandsmeistar Manchester City og Mohamed Salah og Naby Keita leikmenn Liverpool sem endaði í öðru sæti. Salah, sem nýverið skrifaði undir nýjan samning við Liverpool, hefur unnið titilinn tvisvar af þremur síðustu skiptum sem verðlaunin hafa verið veitt en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool Sadio Mané vann verðlaunin árið 2019 og er handhafi nafnbótarinnar. Verðlaunin verða veitt fyrir úrslitaleik Afríkumóts kvenna sem fram fer dagana 2. til 30. júlí í Marokkó. Við sama tilefni verða veitt ýmis verðlaun varðandi afríska knattspyrnu og hægt er að lesa sér til um það hér. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Afríska knattspyrnusambandið tilnefndi 30 leikmenn frá 13 löndum Afríku sem koma til greina til þess að hljóta nafnbótina Knattspyrnumaður Afríku árið 2022. Senegalska landsliðið er efsta landsliðið frá Afríku á heimslista FIFA og ríkjandi Afríkumeistarar og á landið flesta fulltrúa á listanum en alls koma fimm leikmenn frá Senegal til greina. Þeirra á meðal er nýjasti leikmaður Bayern München Sadio Mané en hann þykir sigurstranglegur eftir að hafa leitt þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu 2021 og verið valinn leikmaður mótsins. 1 3 3 1 2 4 1 1 3 4 1 5 130 players from 13 countries contending to sit on the throne of African football. Your preliminary nominations for the #CAFAwards2022 Player of the Year pic.twitter.com/FZGiM7ugxP— CAF (@CAF_Online) June 30, 2022 Athygli vekur að Ghana, sem er talin ein af stærri knattspyrnuþjóðum álfunnar, á ekki einn leikmann á listanum yfir tilnefnda leikmenn. Liðið komst ekki upp úr riðlakeppni Afríkumótsins á síðasta ári og getur það haft sitt að segja varðandi þá staðreynd að enginn leikmaður Ghana komist á listann. Enska úrvalsdeildin er sú deild sem á flesta leikmenn tilnefnda en átta leikmenn úr deildinni eru tilnefndir eða níu ef talinn er með Sadio Mané sem nýverið skipti frá Liverpool yfir til Bayern München. Á meðal leikmanna úr ensku úvalsdeildinni eru Riyad Mahrez leikmaður Englandsmeistar Manchester City og Mohamed Salah og Naby Keita leikmenn Liverpool sem endaði í öðru sæti. Salah, sem nýverið skrifaði undir nýjan samning við Liverpool, hefur unnið titilinn tvisvar af þremur síðustu skiptum sem verðlaunin hafa verið veitt en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool Sadio Mané vann verðlaunin árið 2019 og er handhafi nafnbótarinnar. Verðlaunin verða veitt fyrir úrslitaleik Afríkumóts kvenna sem fram fer dagana 2. til 30. júlí í Marokkó. Við sama tilefni verða veitt ýmis verðlaun varðandi afríska knattspyrnu og hægt er að lesa sér til um það hér.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira