Hættur í Vogum eftir rúm tíu ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2022 10:48 Ásgeir hefur ákveðið að segja það gott eftir ellefu ár hjá Vogum. Vísir/Arnar Ásgeir Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd, hefur ákveðið að segja það gott eftir ellefu ár í starfinu. Sveitarfélagið auglýsir nú eftir nýjum bæjarstjóra til að leiða „áframhaldandi uppbyggingu í ört stækkandi sveitarfélagi.“ Ásgeir hefur verið bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd frá árslokum 2011 eða í tæp ellefu ár. Þegar blaðamaður hringdi í Ásgeir var hann staddur á mótorhjólaferðalagi í Frakklandi en staðfesti að hann væri að hætta. „Ég ákvað að hætta. Ég er orðinn 67 ára og þetta er orðið fínt,“ sagði Ásgeir við blaðamann. Þá sagði hann að fyrir síðustu kosningar hafi hann sagt strax að hann hefði ekki áhuga á að sækjast eftir starfinu. Í fyrra var Ásgeir gagnrýndur af nokkrum íbúum Voga fyrir að hafa flutt úr sveitarfélaginu í Kópavog. Hann gaf lítið fyrir þá gagngrýni enda hefði ákvörðunin verið tekin í fullu samráði við yfirmenn og hann keyrði daglega til Voga. Leitað að kraftmiklum aðila Auglýsingu sveitarfélagsins má sjá inni á Hagvangi. Þar er leitað að kraftmiklum aðila með farsæla reynslu af stjórnun og rekstri og sóknarhug í atvinnumálum. Í auglýsingunni segir að framundan sé mikil uppbygging, þar á meðal á nýju hverfi sem muni tvöfalda íbúafjölda sveitarfélagsins. Eftir síðustu kosningar mynduðu Sjálfstæðisflokkur og E-listinn saman meirihluta í Vogum. Báðir listar fengu þrjá kjörna fulltrúa og eru því með sex manna meirihluta í sjö manna bæjarstjórn. Vogar Tímamót Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Ásgeir hefur verið bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd frá árslokum 2011 eða í tæp ellefu ár. Þegar blaðamaður hringdi í Ásgeir var hann staddur á mótorhjólaferðalagi í Frakklandi en staðfesti að hann væri að hætta. „Ég ákvað að hætta. Ég er orðinn 67 ára og þetta er orðið fínt,“ sagði Ásgeir við blaðamann. Þá sagði hann að fyrir síðustu kosningar hafi hann sagt strax að hann hefði ekki áhuga á að sækjast eftir starfinu. Í fyrra var Ásgeir gagnrýndur af nokkrum íbúum Voga fyrir að hafa flutt úr sveitarfélaginu í Kópavog. Hann gaf lítið fyrir þá gagngrýni enda hefði ákvörðunin verið tekin í fullu samráði við yfirmenn og hann keyrði daglega til Voga. Leitað að kraftmiklum aðila Auglýsingu sveitarfélagsins má sjá inni á Hagvangi. Þar er leitað að kraftmiklum aðila með farsæla reynslu af stjórnun og rekstri og sóknarhug í atvinnumálum. Í auglýsingunni segir að framundan sé mikil uppbygging, þar á meðal á nýju hverfi sem muni tvöfalda íbúafjölda sveitarfélagsins. Eftir síðustu kosningar mynduðu Sjálfstæðisflokkur og E-listinn saman meirihluta í Vogum. Báðir listar fengu þrjá kjörna fulltrúa og eru því með sex manna meirihluta í sjö manna bæjarstjórn.
Vogar Tímamót Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira