Erlent

Þrjú látin og þrjú í lífshættu eftir skotárás í Kaupmannahöfn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Søren Thomassen, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi lögreglunnar í Kaupmannahöfn.
Søren Thomassen, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi lögreglunnar í Kaupmannahöfn. EPA-EFE/Ólafur Steinar Gestsson

Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins.

Hinir látnu eru karl á fertugsaldri, ungur maður og ung kona. Lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá og fá aðstandendur upplýsta, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Lögreglan greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Á blaðamannafundi lögreglunnar í Kaupmannahöfn staðfesti Søren Thomassen að atvikið sé rannsakað sem hryðjuverk en hann segir ekkert vitað um ástæður né hvort fleiri en einn hafi staðið að árásinni.

Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn staðfesti í samtali við TV 2 að þrír hafi verið lagðir inn eftir skotárásina.

Fylgst verður með helstu tíðindum af skotárásinni í vaktinni hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira
×