Þrír létust í árásinni í verslunarmiðstöðinni síðdegis í gær. 22 ára grunaður árásarmaður verður leiddur fyrir dómara í dag.
Utanríkisráðuneytið hvatti Íslendinga í Kaupmannahöfn í gær til að láta vita af sér en margir Íslendingar eru búsettir í Kaupmannahöfn eða ferðamenn í borginni um þessar mundir. Eins og áður segir hafði nú fyrir hádegi verið haft samband við borgaraþjónustuna vegna sex Íslendinga sem flestir vildu aðstoð við að komast heim. Í einu tilviki hafi jafnframt verið óskað eftir áfallahjálp á íslensku en sendiráðsprestur í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn mun geta aðstoðað við slíkt.
Þá segir Sveinn að borgaraþjónustan og sendiráðin æfi reglulega viðbrögð við aðstæðum sem þessum. Viðbrögðin í gær hafi því verið fumlaus og gengið vel.