Bætum verklag eftir náttúruhamfarir Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 4. júlí 2022 15:01 Í byrjun árs mælti ég fyrir til þingsályktunartillögu á Alþingi, um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Málið er eitt af þeim málum sem þingflokkur Framsóknarflokksins setti í forgang enda varðar það fjölmarga íbúa þessa lands, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Málið var ekki afgreitt á Alþingi en hlaut umfjöllun í þingsal og í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Alþingi bárust umsagnir um málið og er skemmst frá því að segja að allir umsagnaraðilar töldu brýnt að ráðast í heildar úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna. Í umsögnunum er sett fram mikið af upplýsingum sem geta gagnast við slíka úttekt. Ég mun því áfram leita leiða til að koma verkefninu í gang. Lærum af reynslunni Á Íslandi höfum við alla tíð þurft að glíma við náttúruöflin og sambúðin með þeim hefur reynst landsmönnum áskorun. Náttúruhamfarir valda hér ítrekað umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni. Þar nægir að nefna óveðrið í desember 2019 sem kom verst niður á Norður- og Norðvesturlandi en hafði áhrif víða um land, snjóflóð á Flateyri, flóð í Þingeyjarsveit haustið 2021 og aurflóð á Seyðisfirði í desember 2020. Árið 2020 voru tilkynnt tjón vegna 14 atburða en 11 á árinu 2021 samkvæmt ársskýrslum Náttúruhamfaratryggingar Íslands en slíkir atburðir hafa að meðaltali verið um 7 á ári frá árinu 1987. Tjón af völdum náttúruhamfara getur reynst hvort sem er einstaklingum eða rekstraraðilum ofviða og ógnað heilu samfélögunum. Tryggingarvernd vegna náttúruhamfara er því gríðarlega mikilvæg auk skilvirkrar og sanngjarnrar úrvinnsla strax í kjölfar hamfaranna. Farið hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að koma á samtryggingu og verjast náttúruhamförum hér á landi. Má þar nefna ýmis konar vöktun náttúruvár og viðfangsefni Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóð, þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða, ásamt lögboðnum og valfrjálsum tryggingum. Mikil reynsla hefur safnast upp á undanförnum árum sem mikilvægt er að læra af og nýta til að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði komu fram ýmsar nýjar áskoranir , ásamt öðrum sem voru þekktar. Þar má nefna ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum, þ.e. húsnæði sem er á hættusvæði og verður að hætta notkun á. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnufyrirtækja og atvinnuhúsnæðis. Áfram veginn Stöðugt er unnið að umbótum hjá aðilum sem sinna viðbrögðum vegna náttúruvár, en nú er tímabært að skoða heildarmyndina, gera úttekt á viðbrögðum og mögulegum götum í kerfinu. Markmiðið er að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í úrvinnslu tjóna ásamt leiðum til að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til þeirra sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Það er mikilvægt að fækka gráu svæðunum eins og mögulegt er, þó að ófyrirsjáanleiki náttúrunnar komi nú sennilega í veg fyrir að það takist 100%. Aðgerðir til úrbóta gætu t.d. falist í breytingu á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum, betri miðlun upplýsinga, fræðslu og kynningarverkefnum. Við þurfum alltaf að nýta uppsafnaða þekkingu og reynslu til frekari framfara. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Tryggingar Náttúruhamfarir Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun árs mælti ég fyrir til þingsályktunartillögu á Alþingi, um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Málið er eitt af þeim málum sem þingflokkur Framsóknarflokksins setti í forgang enda varðar það fjölmarga íbúa þessa lands, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Málið var ekki afgreitt á Alþingi en hlaut umfjöllun í þingsal og í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Alþingi bárust umsagnir um málið og er skemmst frá því að segja að allir umsagnaraðilar töldu brýnt að ráðast í heildar úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna. Í umsögnunum er sett fram mikið af upplýsingum sem geta gagnast við slíka úttekt. Ég mun því áfram leita leiða til að koma verkefninu í gang. Lærum af reynslunni Á Íslandi höfum við alla tíð þurft að glíma við náttúruöflin og sambúðin með þeim hefur reynst landsmönnum áskorun. Náttúruhamfarir valda hér ítrekað umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni. Þar nægir að nefna óveðrið í desember 2019 sem kom verst niður á Norður- og Norðvesturlandi en hafði áhrif víða um land, snjóflóð á Flateyri, flóð í Þingeyjarsveit haustið 2021 og aurflóð á Seyðisfirði í desember 2020. Árið 2020 voru tilkynnt tjón vegna 14 atburða en 11 á árinu 2021 samkvæmt ársskýrslum Náttúruhamfaratryggingar Íslands en slíkir atburðir hafa að meðaltali verið um 7 á ári frá árinu 1987. Tjón af völdum náttúruhamfara getur reynst hvort sem er einstaklingum eða rekstraraðilum ofviða og ógnað heilu samfélögunum. Tryggingarvernd vegna náttúruhamfara er því gríðarlega mikilvæg auk skilvirkrar og sanngjarnrar úrvinnsla strax í kjölfar hamfaranna. Farið hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að koma á samtryggingu og verjast náttúruhamförum hér á landi. Má þar nefna ýmis konar vöktun náttúruvár og viðfangsefni Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóð, þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða, ásamt lögboðnum og valfrjálsum tryggingum. Mikil reynsla hefur safnast upp á undanförnum árum sem mikilvægt er að læra af og nýta til að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði komu fram ýmsar nýjar áskoranir , ásamt öðrum sem voru þekktar. Þar má nefna ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum, þ.e. húsnæði sem er á hættusvæði og verður að hætta notkun á. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnufyrirtækja og atvinnuhúsnæðis. Áfram veginn Stöðugt er unnið að umbótum hjá aðilum sem sinna viðbrögðum vegna náttúruvár, en nú er tímabært að skoða heildarmyndina, gera úttekt á viðbrögðum og mögulegum götum í kerfinu. Markmiðið er að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í úrvinnslu tjóna ásamt leiðum til að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til þeirra sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Það er mikilvægt að fækka gráu svæðunum eins og mögulegt er, þó að ófyrirsjáanleiki náttúrunnar komi nú sennilega í veg fyrir að það takist 100%. Aðgerðir til úrbóta gætu t.d. falist í breytingu á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum, betri miðlun upplýsinga, fræðslu og kynningarverkefnum. Við þurfum alltaf að nýta uppsafnaða þekkingu og reynslu til frekari framfara. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun