Þrettán skelfilegar mínútur Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2022 20:00 Blómvendir lagðir við inngang Fields til minningar um þau sem létust í árásinni. AP Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. Örvinglun og skelfing greip um sig meðal fólks í og við Fields-verslunarmiðstöðina þegar skothríð hófst þar inni síðdegis í gær. 22 ára danskur karlmaður var handtekinn á vettvangi. Myndbönd eins og sjást í fréttinni hér fyrir ofan, sem sýna manninn ganga um verslunarmiðstöðina með riffil og skjóta, dreifðust hratt á samfélagsmiðlum í gær. Lögreglu hefur borist gríðarlegt magn myndefnis af árásinni og hún telur að jafnvel verði hægt að kortleggja framvindu árásarinnar í heild með upptökum úr eftirlitsmyndavélum inni í Fields. „Frá 17:35, þegar við fáum tilkynningu, og þar til við handtökum hinn grunaða klukkan 17:48, líða 13 mínútur. Þessar 13 mínútur liðu eins og heil eilífð og það sem gerðist á þessum 13 mínútum er það sem við þurfum að rannsaka og teikna upp,“ sagði Dannie Rise hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sem fer fyrir rannsókninni á blaðamannafundi síðdegis. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag og ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og gert tilraun til að bana sjö. Hin látnu voru sautján ára Danir, piltur og stúlka, auk rússnesks ríkisborgara á fimmtugsaldri. Lögregla telur engin tengsl milli mannsins og þeirra sem hann skaut á. Ástæðan að baki voðaverkinu er enn í rannsókn. Falleg stund í Jónshúsi Prestur íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fulltrúar sendiráðsins tóku á móti tuttugu Íslendingum í Jónshúsi í dag. „Fólk var ánægt með að fá tækifæri til að koma og spjalla, létta aðeins á hjarta sínu og hitta og tala við aðra sem höfðu verið í Fields í gærkvöldi og voru að upplifa svolítið það sama og það sjálft,“ segir Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Þó að lífið gangi sinn vanagang í borginni séu Danir slegnir. „Þetta hefur auðvitað áhrif á fólk. Og ég er alveg viss um það að þetta er svona atburður sem fólk mun ekkert gleyma svo glatt,“ segir Helga. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Örvinglun og skelfing greip um sig meðal fólks í og við Fields-verslunarmiðstöðina þegar skothríð hófst þar inni síðdegis í gær. 22 ára danskur karlmaður var handtekinn á vettvangi. Myndbönd eins og sjást í fréttinni hér fyrir ofan, sem sýna manninn ganga um verslunarmiðstöðina með riffil og skjóta, dreifðust hratt á samfélagsmiðlum í gær. Lögreglu hefur borist gríðarlegt magn myndefnis af árásinni og hún telur að jafnvel verði hægt að kortleggja framvindu árásarinnar í heild með upptökum úr eftirlitsmyndavélum inni í Fields. „Frá 17:35, þegar við fáum tilkynningu, og þar til við handtökum hinn grunaða klukkan 17:48, líða 13 mínútur. Þessar 13 mínútur liðu eins og heil eilífð og það sem gerðist á þessum 13 mínútum er það sem við þurfum að rannsaka og teikna upp,“ sagði Dannie Rise hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sem fer fyrir rannsókninni á blaðamannafundi síðdegis. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag og ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og gert tilraun til að bana sjö. Hin látnu voru sautján ára Danir, piltur og stúlka, auk rússnesks ríkisborgara á fimmtugsaldri. Lögregla telur engin tengsl milli mannsins og þeirra sem hann skaut á. Ástæðan að baki voðaverkinu er enn í rannsókn. Falleg stund í Jónshúsi Prestur íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fulltrúar sendiráðsins tóku á móti tuttugu Íslendingum í Jónshúsi í dag. „Fólk var ánægt með að fá tækifæri til að koma og spjalla, létta aðeins á hjarta sínu og hitta og tala við aðra sem höfðu verið í Fields í gærkvöldi og voru að upplifa svolítið það sama og það sjálft,“ segir Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Þó að lífið gangi sinn vanagang í borginni séu Danir slegnir. „Þetta hefur auðvitað áhrif á fólk. Og ég er alveg viss um það að þetta er svona atburður sem fólk mun ekkert gleyma svo glatt,“ segir Helga.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26
Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18