Íslenski boltinn

Loks vann Leiknir, Stjarnan bjargaði stigi líkt og KA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Loksins vann Leiknir leik.
Loksins vann Leiknir leik. Vísir/Hulda Margrét

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjunum þremur.

Loksins vann Leiknir Reykjavík leik en liðið lagði ÍA 1-0 í Breiðholti. Mikkel Elbæk Jakobsen með eina mark leiksins á 65. mínútu. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr er Kaj Leo í Bartalstovu og Maciej Makuszewski létu báðir reka sig af velli.

Klippa: Besta deild karla: Leiknir R. 1-0 ÍA

Á Akureyri var Valur í heimsókn. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Tryggvi Hrafn Haraldsson gestunum yfir á 64. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar voru Valsarar orðnir manni færri en Guðmundur Andri Tryggvason fékk beint rautt spjald. Það nýttu heimamenn sér en Nökkvi Þeyr Þórisson jafnaði metin þegar átta mínútur voru til leiksloka og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Klippa: Besta deild karla: KA 1-1 Valur

Í Hafnafirði mættust FH og Stjarnan. Þar var einnig markalaust í hálfleik en Steven Lennon kom FH yfir snemma í síðari hálfleik. Það stefndi í 1-0 sigur heimamanna en Adolf Daði Birgisson var ekki á sama máli. Gestirnir fengu hornspyrnu og eftir atgang í teignum þá kom Adolf Daði knettinum í netið, lauk leiknum því einnig með 1-1 jafntefli

Klippa: Besta deild karla: FH 1-1 Stjarnan

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×