Son upplifði erfiða tíma í Þýskalandi: Ánægður með að sjá þá gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 13:30 Nú vitum við aðeins meira um af hverju Son Heung-min var svona rosalega kátur þegar hann skoraði á móti Þýskalandi á HM 2018. EPA-EFE/DIEGO AZUBEL Markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min, hefur sagt frá mjög erfiðum tíma í hans lífi þegar framherjinn öflugi var ungur leikmaður í Þýskalandi. Son kom í akademíuna hjá Hamburg þegar hann var sautján ára gamall eða árið 2009. Hann var þar allt til þess að hann fór yfir til Bayer Leverkusen árið 2013. Son hefur síðan verið leikmaður Tottenham frá árinu 2015. Son hefur vaxið og dafnað sem knattspyrnumaður og er nú kominn í hóp bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað 23 mörk á síðustu leiktíð. Korean #football icon #SonHeungmin has disclosed facing #racism as a teenager in #Germany, an experience that made the national team's upset #victory over Germany at the 2018 #FIFA #WorldCup that much sweeter for the star. https://t.co/3W6sLkc8Tn— The Korea Times (@koreatimescokr) July 5, 2022 Hann var staddur á viðburði í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þegar hann ræddi þessi erfiðu táningsár sín í Þýskalandi. „Ég kom mjög ungur til Þýskalands og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiðar og óhugsandi aðstæður,“ sagði Son Heung-min. „Ég varð þarna fórnarlamb mikilla kynþáttaformdóma og þurfti af þeim sökum að upplifa ömurlega tíma. Ég hugsaði þá mikið um að ná að hefna mín einhvern daginn,“ sagði Son. .@SpursOfficial's Son Heung-min says he faced racism as teen in Germany Read: https://t.co/KXVIl5HQlj pic.twitter.com/3AXzXCU1LT— TOI Sports (@toisports) July 5, 2022 Dagur hefndarinnar rann upp 27. júní 2018. Þá skoraði Son í 2-0 sigri Suður-Kóreu á Þýskalandi á HM sem varð til þess að Þjóðverjar komust ekki upp úr sínum riðli. Þjóðverjar voru þarna ríkjandi heimsmeistarar og árangur mikið áfall fyrir þýska knattspyrnu. „Þegar fólk grætur þá vil ég hugga það. Þegar ég sá Þjóðverjana gráta þá var ég ánægður því mér fannst eins og hefði náð að hefna mín,“ sagði Son. Son hefur ekki sloppið við rasisma í Englandi. Á síðasta ári voru átta menn handteknir fyrir rasísk ummæli á Twitter og fréttir um kynþáttafordóma áberandi. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Son kom í akademíuna hjá Hamburg þegar hann var sautján ára gamall eða árið 2009. Hann var þar allt til þess að hann fór yfir til Bayer Leverkusen árið 2013. Son hefur síðan verið leikmaður Tottenham frá árinu 2015. Son hefur vaxið og dafnað sem knattspyrnumaður og er nú kominn í hóp bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað 23 mörk á síðustu leiktíð. Korean #football icon #SonHeungmin has disclosed facing #racism as a teenager in #Germany, an experience that made the national team's upset #victory over Germany at the 2018 #FIFA #WorldCup that much sweeter for the star. https://t.co/3W6sLkc8Tn— The Korea Times (@koreatimescokr) July 5, 2022 Hann var staddur á viðburði í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þegar hann ræddi þessi erfiðu táningsár sín í Þýskalandi. „Ég kom mjög ungur til Þýskalands og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiðar og óhugsandi aðstæður,“ sagði Son Heung-min. „Ég varð þarna fórnarlamb mikilla kynþáttaformdóma og þurfti af þeim sökum að upplifa ömurlega tíma. Ég hugsaði þá mikið um að ná að hefna mín einhvern daginn,“ sagði Son. .@SpursOfficial's Son Heung-min says he faced racism as teen in Germany Read: https://t.co/KXVIl5HQlj pic.twitter.com/3AXzXCU1LT— TOI Sports (@toisports) July 5, 2022 Dagur hefndarinnar rann upp 27. júní 2018. Þá skoraði Son í 2-0 sigri Suður-Kóreu á Þýskalandi á HM sem varð til þess að Þjóðverjar komust ekki upp úr sínum riðli. Þjóðverjar voru þarna ríkjandi heimsmeistarar og árangur mikið áfall fyrir þýska knattspyrnu. „Þegar fólk grætur þá vil ég hugga það. Þegar ég sá Þjóðverjana gráta þá var ég ánægður því mér fannst eins og hefði náð að hefna mín,“ sagði Son. Son hefur ekki sloppið við rasisma í Englandi. Á síðasta ári voru átta menn handteknir fyrir rasísk ummæli á Twitter og fréttir um kynþáttafordóma áberandi.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira