Örn Steinsen er látinn Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 11:31 Örn tók við starfi framkvæmdastjóra KR árið 2000 og gegndi stöðunni til ársins 2007. Aðsend Örn Steinsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri KR, er látinn, 82 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. júlí síðastliðinn. Í tilkynningu frá fjölskyldu Arnar kemur fram að hann hafi fæðst 11. janúar árið 1940 í Vesturbæ Reykjavíkur og alist þar upp til 21 árs aldurs. Foreldrar hans hafi verið þau Vilhelm Steinsen bankafulltrúi og Kristensa Marta Sigurgeirsdóttir húsfreyja. „Örn lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og stundaði síðan nám við Íþróttaskólann að Laugarvatni. Vann sem ungur maður við ýmis störf en fór að vinna hjá Flugfélagi Íslands í Kaupmannahöfn, sem sumarmaður árið 1961 og fékk þar í sig ferðabakteríuna. Hann hóf störf hjá „Lönd og leiðum“ ferðaskrifstofu árið 1962 og síðar hjá Flugfélagi Íslands í Lækjargötu árið 1963, þar sem hann vann við farmiðasölu í 10 ár. Árið 1974 varð hann framkvæmdastjóri hjá Ingólfi í Útsýn til ársins 1986 þegar hann stofnaði Ferðaskrifstofuna Sögu ásamt félaga sínum. Árið 1992 gerðist hann síðan auglýsingastjóri hjá Iceland Review en árið 2000 tók hann við starfi framkvæmdastjóra KR þar til að starfsferlinum lauk árið 2007. Aukastörfin, ef svo skyldi kalla, voru þau, að hann starfaði sem knattspyrnuþjálfari yngri flokka KR, unglingalandsliðs drengja hjá KSÍ í 4 ár, og meistaraflokks karla hjá Þrótti, Fram, Víkingi og FH. Í allt voru þetta 18 ár sem hann helgaði sig þjálfun. Örn lék síðan með öllum yngri flokkum KR og 14 ára var hann einn af 3 fyrstu gulldrengjum knattspyrnuþrauta KSÍ ásamt vinum sínum þeim Þórólfi Beck og Skúla B. Ólafs. Hann spilaði síðar með meistaraflokki KR frá 1958 og varð Ísl.meistari 4 sinnum árin 1959-1965 og 3 sinnum bikarmeistari árin 1962-1964. Alls lék hann 111 leiki með meistaraflokki KR en hætti því miður að spila aðeins 24 ára. Örn hlaut gullmerki KR ásamt gullmerki með lárviðarsveig og Stjörnu KR, einnig hlaut hann gullmerki ÍBR, KSÍ og KÞÍ. Hann var einn af stofnendum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 1970 og Golfklúbbsins Odds í Urriðalandi. Hann sat í stjórn hinna ýmsu deilda KR, var formaður hússtjórnar KR 1996-2003, í stjórn Kynnisferða og Félags ísl. ferðaskrifstofa og formaður hússtjórnar húsfélagsins Sléttuvegur 19,21 og 23 frá 2007 og fram á dánardag. Hann starfaði fyrir Oddfellowregluna frá árinu 1977 og var um tíma í stjórn sinnar stúku. Einnig var hann einn af stofnendum Arnarklúbbsins 1992 sem er enn starfræktur og með eigin kennitölu,“ segir í tilkynningunni. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Erna Guðrún Franklín, f. 1941, fyrrverandi fjármálastjóri. Börn þeirra eru Arna Katrín, Stefán Þór, Anna Guðrún og Brynja Dögg Steinsen. Barnabörnin eru fimmtán talsins og barnabarnabörnin fimm. Andlát KR Reykjavík Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Í tilkynningu frá fjölskyldu Arnar kemur fram að hann hafi fæðst 11. janúar árið 1940 í Vesturbæ Reykjavíkur og alist þar upp til 21 árs aldurs. Foreldrar hans hafi verið þau Vilhelm Steinsen bankafulltrúi og Kristensa Marta Sigurgeirsdóttir húsfreyja. „Örn lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og stundaði síðan nám við Íþróttaskólann að Laugarvatni. Vann sem ungur maður við ýmis störf en fór að vinna hjá Flugfélagi Íslands í Kaupmannahöfn, sem sumarmaður árið 1961 og fékk þar í sig ferðabakteríuna. Hann hóf störf hjá „Lönd og leiðum“ ferðaskrifstofu árið 1962 og síðar hjá Flugfélagi Íslands í Lækjargötu árið 1963, þar sem hann vann við farmiðasölu í 10 ár. Árið 1974 varð hann framkvæmdastjóri hjá Ingólfi í Útsýn til ársins 1986 þegar hann stofnaði Ferðaskrifstofuna Sögu ásamt félaga sínum. Árið 1992 gerðist hann síðan auglýsingastjóri hjá Iceland Review en árið 2000 tók hann við starfi framkvæmdastjóra KR þar til að starfsferlinum lauk árið 2007. Aukastörfin, ef svo skyldi kalla, voru þau, að hann starfaði sem knattspyrnuþjálfari yngri flokka KR, unglingalandsliðs drengja hjá KSÍ í 4 ár, og meistaraflokks karla hjá Þrótti, Fram, Víkingi og FH. Í allt voru þetta 18 ár sem hann helgaði sig þjálfun. Örn lék síðan með öllum yngri flokkum KR og 14 ára var hann einn af 3 fyrstu gulldrengjum knattspyrnuþrauta KSÍ ásamt vinum sínum þeim Þórólfi Beck og Skúla B. Ólafs. Hann spilaði síðar með meistaraflokki KR frá 1958 og varð Ísl.meistari 4 sinnum árin 1959-1965 og 3 sinnum bikarmeistari árin 1962-1964. Alls lék hann 111 leiki með meistaraflokki KR en hætti því miður að spila aðeins 24 ára. Örn hlaut gullmerki KR ásamt gullmerki með lárviðarsveig og Stjörnu KR, einnig hlaut hann gullmerki ÍBR, KSÍ og KÞÍ. Hann var einn af stofnendum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 1970 og Golfklúbbsins Odds í Urriðalandi. Hann sat í stjórn hinna ýmsu deilda KR, var formaður hússtjórnar KR 1996-2003, í stjórn Kynnisferða og Félags ísl. ferðaskrifstofa og formaður hússtjórnar húsfélagsins Sléttuvegur 19,21 og 23 frá 2007 og fram á dánardag. Hann starfaði fyrir Oddfellowregluna frá árinu 1977 og var um tíma í stjórn sinnar stúku. Einnig var hann einn af stofnendum Arnarklúbbsins 1992 sem er enn starfræktur og með eigin kennitölu,“ segir í tilkynningunni. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Erna Guðrún Franklín, f. 1941, fyrrverandi fjármálastjóri. Börn þeirra eru Arna Katrín, Stefán Þór, Anna Guðrún og Brynja Dögg Steinsen. Barnabörnin eru fimmtán talsins og barnabarnabörnin fimm.
Andlát KR Reykjavík Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira