Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 18:02 Sajid Javid, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Boris Johnson, forsætisráðherra. Ríkisstjórn Johnsons er sögð riða til falls. AP/Toby Melville Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. Rishi Sunak, fjármálaráðherra, og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sögðu báðir af sér seinni partinn í dag. Áðurnefndur þingmaður heitir Chris Pincher. Hann var í síðustu viku sakaður um að káfa á tveimur mönnum en í kjölfarið hafa fregnir borist af fleiri ásökunum gegn honum á undanförnum árum. Þar á meðal ásakanir um að hann hafi brotið af sér þegar hann starfaði innan utanríkisráðuneyti Bretlands fyrir þremur árum, þegar Johnson var utanríkisráðherra. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Johnson hafi vitað af ásökunum þá. Þrátt fyrir það skipaði hann Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns í febrúar. Embætti forsætisráðherra hafði áður sagt að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher, en Johnson viðurkenndi það þó í viðtali í dag. Þá sagði hann að það hann hefði vitað af því. Pincher hefði beðist afsökunar á sínum tíma en Johnson sagði að hann hefði átt að vita að Pincher hefði ekki lært sína lexíu og myndi ekki breytast. Johnson baðst svo afsökunar á því að hafa skipað Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. BBC hefur eftir nánum bandamanni Johnsons að ríkisstjórn hans verði fallin á morgun. Enginn forsætisráðherra geti lifað afsagnir sem þessar af. Sendu Boris tóninn Sunak, sem er næst æðsti meðlimur ríkisstjórnar Bretlands, birti í dag afsagnarbréf sem hann sendi Johnson. Í því bréfi segist hann stoltur af störfum sínum í ríkisstjórninni og þakklátur Johnson fyrir tækifærið. Sunak segir að hann sé ekki sammála Johnson varðandi þá erfiðleika sem ríkið standi frammi fyrir og hvernig stýra eigi Bretlandi í gegnum þann ólgusjó sem framundan er. The public rightly expect government to be conducted properly, competently and seriously. I recognise this may be my last ministerial job, but I believe these standards are worth fighting for and that is why I am resigning.My letter to the Prime Minister below. pic.twitter.com/vZ1APB1ik1— Rishi Sunak (@RishiSunak) July 5, 2022 Javik birti afsagnarbréf sitt sömuleiðis og skýtur nokkrum skotum að Johnson. Í bréfinu segir hann að almenningur búist við heilindum frá ríkisstjórn Bretlands. Sá tónn sem Johnson hafi sett sem leiðtogi og þau gildi sem hann hafi í forgrunni, hafi áhrif á samstarfsmenn hans, flokksmeðlimi og ríkið allt. Nú sé útlit fyrir að fólkið telji að ríkinu sé ekki stjórnað af heilindum. Javki vísar til þess að vantrauststillaga sem lögð var fyrir þingið nýverið hafi sýnt fram á að margir meðlimir Íhaldsflokksins séu sammála. Það hafi verið tími fyrir auðmýkt og stefnubreytingu. „Því miður er mér ljóst að ástandið mun ekki breytast undir þinni stjórn og þú hefur því einnig misst traust mitt,“ skrifaði Javik. I have spoken to the Prime Minister to tender my resignation as Secretary of State for Health & Social Care. It has been an enormous privilege to serve in this role, but I regret that I can no longer continue in good conscience. pic.twitter.com/d5RBFGPqXp— Sajid Javid (@sajidjavid) July 5, 2022 Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Skoska heimastjórnin stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í október á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, segist ætla að draga bresku ríkisstjórnina fyrir dómstóla reyni hún að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. 28. júní 2022 15:32 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira
Rishi Sunak, fjármálaráðherra, og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sögðu báðir af sér seinni partinn í dag. Áðurnefndur þingmaður heitir Chris Pincher. Hann var í síðustu viku sakaður um að káfa á tveimur mönnum en í kjölfarið hafa fregnir borist af fleiri ásökunum gegn honum á undanförnum árum. Þar á meðal ásakanir um að hann hafi brotið af sér þegar hann starfaði innan utanríkisráðuneyti Bretlands fyrir þremur árum, þegar Johnson var utanríkisráðherra. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Johnson hafi vitað af ásökunum þá. Þrátt fyrir það skipaði hann Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns í febrúar. Embætti forsætisráðherra hafði áður sagt að Johnson hefði ekki vitað af fyrri ásökunum gegn Pincher, en Johnson viðurkenndi það þó í viðtali í dag. Þá sagði hann að það hann hefði vitað af því. Pincher hefði beðist afsökunar á sínum tíma en Johnson sagði að hann hefði átt að vita að Pincher hefði ekki lært sína lexíu og myndi ekki breytast. Johnson baðst svo afsökunar á því að hafa skipað Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. BBC hefur eftir nánum bandamanni Johnsons að ríkisstjórn hans verði fallin á morgun. Enginn forsætisráðherra geti lifað afsagnir sem þessar af. Sendu Boris tóninn Sunak, sem er næst æðsti meðlimur ríkisstjórnar Bretlands, birti í dag afsagnarbréf sem hann sendi Johnson. Í því bréfi segist hann stoltur af störfum sínum í ríkisstjórninni og þakklátur Johnson fyrir tækifærið. Sunak segir að hann sé ekki sammála Johnson varðandi þá erfiðleika sem ríkið standi frammi fyrir og hvernig stýra eigi Bretlandi í gegnum þann ólgusjó sem framundan er. The public rightly expect government to be conducted properly, competently and seriously. I recognise this may be my last ministerial job, but I believe these standards are worth fighting for and that is why I am resigning.My letter to the Prime Minister below. pic.twitter.com/vZ1APB1ik1— Rishi Sunak (@RishiSunak) July 5, 2022 Javik birti afsagnarbréf sitt sömuleiðis og skýtur nokkrum skotum að Johnson. Í bréfinu segir hann að almenningur búist við heilindum frá ríkisstjórn Bretlands. Sá tónn sem Johnson hafi sett sem leiðtogi og þau gildi sem hann hafi í forgrunni, hafi áhrif á samstarfsmenn hans, flokksmeðlimi og ríkið allt. Nú sé útlit fyrir að fólkið telji að ríkinu sé ekki stjórnað af heilindum. Javki vísar til þess að vantrauststillaga sem lögð var fyrir þingið nýverið hafi sýnt fram á að margir meðlimir Íhaldsflokksins séu sammála. Það hafi verið tími fyrir auðmýkt og stefnubreytingu. „Því miður er mér ljóst að ástandið mun ekki breytast undir þinni stjórn og þú hefur því einnig misst traust mitt,“ skrifaði Javik. I have spoken to the Prime Minister to tender my resignation as Secretary of State for Health & Social Care. It has been an enormous privilege to serve in this role, but I regret that I can no longer continue in good conscience. pic.twitter.com/d5RBFGPqXp— Sajid Javid (@sajidjavid) July 5, 2022
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Skoska heimastjórnin stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í október á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, segist ætla að draga bresku ríkisstjórnina fyrir dómstóla reyni hún að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. 28. júní 2022 15:32 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06 Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira
Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Skoska heimastjórnin stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í október á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, segist ætla að draga bresku ríkisstjórnina fyrir dómstóla reyni hún að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. 28. júní 2022 15:32
Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15. júní 2022 18:46
Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01
Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06
Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. 15. apríl 2022 09:50
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54