Sex greinst með apabólu og tveir smitast innanlands Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2022 11:42 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sex karlmenn á miðjum aldri hafa greinst smitaðir af apabólunni hér á landi og grunur er um að tveir þeirra hafi smitast innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum. Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum.
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira