Um er að ræða tvítugan varnarmann en Skagamenn hafa verið í meiðslavandræðum í hjarta varnarinnar í síðustu leikjum.
Aron Bjarki Jósepsson, Oliver Stefánsson og Wout Droste fóru meiddir af velli í tapi Skagaliðsins gegn Leikni í síðustu umferð deildarinnar.
Þá hefur Alex Davey einnig verið að glíma við meiðsli.
ÍA situr eins og sakir standa í 10. sæti deildarinnar með átta stig eftir 11 leiki og er einu stigi fyrir ofan Leikni sem er í næstneðsta sæti.